Hún Sigurrós mín

fæddist þennan dag fyrir 29 árum.  Það var þó nokkur fyrirhöfn að eignast hana Sigurrós Jónu en það er fyrirhöfn sem ég hef aldrei séð eftir að hafa gengið í gegnum.  Í byrjun meðgöngu leit út fyrir að ég bæri tvíbura undir belti og okkur hjónunum þótti það bara nokkuð spennandi. Ég var því send í sónar. Á þeim tíma var sónarinn alveg ný tækni sem konur voru almennt ekki sendar í  nema eitthvað sérstakt þyrfti að athuga.

Ég var mjög spennt þegar ég fór í sónarinn en ekki alveg eins ánægð með það sem sást, eða eitt barn og stórt æxli.  Ég fór svo sem ekkert í panikk út af þessu æxli því vöðvaæxli hafði verið tekið bæði úr móður minni og elstu systur. En ég átti ekkert gott í vændum að ganga með barn á sama tíma og æxlið stækkaði jafnframt. Meðgangan var því mjög erfið og fæðingin líka. 

En allt er gott sem endar vel og lítil stúlka leit dagsins ljós þann 19. júlí 1979. Hún var komin nærri þrjár vikur fram yfir þann tíma sem hennar var von þegar hún loks áræddi að berja þennan heim augum, enda mesta rólegheitastúlka.

Árið sem hún Sigurrós mín fæddist og árið eftir var okkur í fjölskyldunni mjög sérstakt og ef til vill skrifa ég þá sögu niður seinna.

Elsku Sigurrós mín ég óska þér innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn og hlakka til að koma í afmæliskaffið í dag.

Hér er Sigurrós með pabba sínum.

sigurros_med_pabba1.jpg

og hér er hún með honum Jóa sínum

sigjoi.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Hún Sigurrós mín

  1. Takk fyrir 🙂
    Þúsund þakkir fyrir afmæliskveðjuna og fyrir að koma mér í heiminn, ég veit að það var þrekvirki 🙂

    P.S. Hvenær er þessi mynd af mér tekin? Held ég hljóti að vera í málningargalla þarna eða á leiðinni á 80´s ball… 🙂 hahaha

  2. Mamma says:

    Myndin finnst mér alla vega góð. Ætli hún sé ekki tekin þegar þið voruð að klára að koma ykkur fyrir í Arnarsmáranum.

  3. þórunn says:

    Hamingjuóskir
    Innilegar hamingjuóskir frá okkur í Austurkoti. Það hlýtur að hafa verið mikið álag að vita af af þessu æxli sem óx jafnhliða barninu, en eins og þú sagðir „allt er gott sem endar vel“.
    Kveðjur úr ekta sumri með yfir 35°hita.
    Þórunn

  4. Katla says:

    Þó afmælið sé liðið er full ástæða til að óska þér til hamingju með dótturina, get ekki annað séð en þér hafi tekist vel til Ragna:) Myndirnar eru skemmtilegar og ekki síður myndin af ykkur mæðgum á síðunni hjá Sigurrós.
    Kær kv. frá Kötlu.

  5. Svanfríður says:

    Síðbúnar afmæliskveðjur til dóttur þinnar, Ragna mín. Sú hefur tekið tímann sinn að koma í heiminn:) En eins og þú segir, þá er allt gott sem endar vel og börnin okkar eru það stæsta í að gefa lífinu gildi.
    Hafðu það gott.

Skildu eftir svar