Einstök veðurblíðan í höfuðborginni.

Það er ekki oft sem mælar í höfuðborginni sýna 31° hita og sömuleiðis hitamælirinn í bílnum mínum, en þannig var það á miðvikudaginn. Veðurstofan vildi þó ekki gefa upp nema rúmlega 26 gráður en hver svo sem rétta hitatalan var, þá var veðrið verið alveg ótrúlega gott og er reyndar enn.

Í fyrradag fórum við Haukur ásamt Guðbjörgu, Sigurrós og litlu strumpunum, Ragnari Fannberg og Rögnu Björk til þess að rölta um í sveitasælunni í Árbæjarsafni. Eins og sjá má á myndinni hérna þá blakti ekki einu sinni fáninn svo mikið var lognið. Ég varð líka hvílíkt að passa að Haukur gætti velsæmis og færi ekki úr hverri spjör því það vildi hann helst gera, því honum var svo heitt. Hér spókar hann sig á stuttbuxunum.
Síðan freistaði það mín að smella mynd af Pelegonium sem ég rakst á í einum glugga þarna, þetta minnir mig á gluggana heima þegar ég var stelpa og reyndar eftir að ég varð mjög stór stelpa því mamma hélt því í mörg ár að vera með Pelegoníur í einum glugga.

arbsafn2.jpg

Svo ég noti nú mál unga fólksins þá "fíluðu litlu krakkarnir í tætlur" að vera Þarna og ekki síst þegar við fórum að skoða húsdýrin. Ragnar sem er nýbúinn að vera í dýragörðum í Danmörku var ákveðinn í því að þarna væri fíll, en hann varð að sætta sig við kýr, hesta, lömb og hænur.

Við höfðum líka gaman af því þegar Guðbjörg sýndi tveggja ára snáðanum sínum inn í eitt pínulitla gamla húsið þarna  og þegar hún sagði honum að hérna væri stofan, þá leit sá stutti í kringum sig og sagði síðan 

"Mamma, en hvar er sjónvarpið?"    

Hér er smá myndasyrpa af þeim litlu.
Sigurrós fannst tilvalið að takia mynd af þeim við  skiltið
"Fóðrið ekki dýrin"

arbsafn1.jpg

Þetta var yndislegur dagur sem lauk með því að við fórum í afmæli til Lindu mágkonu minnar.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Einstök veðurblíðan í höfuðborginni.

  1. Hulla says:

    já þið eruð sko búin að fá dásamlegt sumar. Eitthvað annað en við getum sagt 🙂
    Æðislegar myndir og bara stórt knús á ykkur bæði tvö.

  2. þórunn says:

    Gleðilegt sumar!
    Ég samgleðst ykkur svo sannarlega að fá þetta góða veður, það lifnar allt við og maður verður svo glaður og vill bara vera úti. Þetta hefur verið góð ferð í Árbæ og skemmtilegt hvernig þú setur myndirnar saman. Alltaf að læra eitthvað nýtt.
    Bestu kveðjur úr svipuðum hita í Portúgal,
    Þórunn

Skildu eftir svar