Heimapúkar í dagsferð.

Já það hafa sjálfsagt verið ýmsir púkar á ferð þessa verzlunarmannahelgi og hafa þeir sem ekki fóru á útihátíðir en flökkkuðu þess í stað um höfuðborgina, verið kallaðir innipúkar. Við viljum hinsvegar telja okkur til Heimapúkanna því við nutum þess að vera hérna heima í Kópavoginum og höfðum það huggulegt og fengum á laugardaginn dætur Hauks og Leonóru litlu í kaffisopa um miðjan daginn.

Reyndar brugðum við aðeins út af a sunnudaginn og skelltum okkur í heimsókn austur á Rangárvelli og heimsóttum þá sem voru á Sælukotshátíðinni. Börn og barnabörn tengdamömmu  koma alltaf þar saman um verzlunarmannahelgar og alltaf stækkar hópurinn því fleiri og fleiri barnabarnabörn hennar bætast árlega við.

Tengdamamma var ötul í gróðursetningunni í Sælukoti og hafði yndi af því að sjá trén vaxa upp og veita skjól. Nú ákváðu barnabörnin hennar að gróðursetja nokkrar plöntur í minningu ömmu sinnar sem lést á árinu. Með plöntunum afmörkuðu þau tjaldstæði fyrir unga fólkið til afnota t.d. á hátíðum sem þessari.

Öll barnabörnin sem voru á landinu voru þarna nema Guðbjörg sem var með fjölskyldu Magnúsar Más norður í landi.

Ég læt hérna smá myndasyrpu en allar myndirnar eru í myndaalbúminu hér.
Ekki veit ég hvort hún tengdamamma prjónaði allar lopapeysurnar sem ungu konurnar klæddust en hef þó grun um það.

Á fyrstu myndinni eru  Eydís hans Péturs Óla og frænkurnar Sigurrós og Heiður.
Efri myndin er af þeim frændsystkinunum að setja njiður fyrstu plöntuna af þeim 30 sem settar voru niður.
Síðan er mynd af Lindu mágkonu minni með Líney Ósk
Neðst til vinstri er mynd af Sigurrós og Helga Páli frænda hennar.

Það er svo gaman hvað þessi frændsystkini og makar ná öll vel saman og hvergi vilja þau vera annarsstaðar en í Sælukoti þessa helgi ef þau fá því við komið.

saelukot08_1.jpg

Haukur og Ragna Björk léku sér innandyra en t.h. er Dröfn með
Ingunni dóttur sína, bumbubúann  og Tómas Boga.
T.h. er svo barnabarnabarnið Rakel sem var ötul að hjálpa til.
Neðsta myndin sýnir unga fólkið að störfum.

saelukot08_2.jpg 

Fyrst við vorum nú komin af stað þessa verzlunarmannahelgi þá ákváðum við að kíkja í sumarbústaðinn til systur minnar og mágs í Grímsnesið og grilluðum með þeim um kvöldið.

Ég komst að því að þetta kornunga fólk hafði átt Gullbrúðkaup daginn áður. Ég átti nú að muna að þau ættu giftingarafmæli 2. ágúst og hef oftast munað eftir því en akkúrat þennan dag hafði ég ekkert spáð í því hvaða dagsetning væri, hvað þá að systir mín og mágur ættu slíkt merkisafmæli.

Þessar myndir tók ég hjá þeim í gær.
Ofninn mosaiklagði hún systir mín svona snilldarlega
enda margt til lista lagt.

verslm08_3.jpg

 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Heimapúkar í dagsferð.

  1. Sigurrós says:

    Takk fyrir samveruna í gær 🙂
    Varðandi lopapeysurnar þá erum við Heiður báðar í peysum sem amma Bagga prjónaði, en peysan hennar Eydísar er prjónuð af Ingu hans Einars.

    Frábærlega skemmtilegar myndir hjá þér, mamma, og myndirnar sem þú tókst á mína vél eru líka mjög góðar. Ætla að skella mínum myndum inn í dag 🙂

  2. bara…
    að láta vita af mér. Greinilega fín helgi að baki og fallegar myndir. Kær kveðja í Voginn.

  3. Hulla says:

    Vá hvað mig langar í lopapeysu :S
    Þetta hefur verið góður dagur getur maður séð á myndunum.
    Knús og kossar á ykkur.

  4. Anna Sigga says:

    Kvitt fyrir innliti!
    Góð færsla og myndirnar krydda hana mjög vel. Kveðjur til þín og þinna, Ragna mín!

  5. Það er fátt skemmtilegra en að búa til góðar minningar með góðu fólki: )
    Kær kv. frá Kötlu

Skildu eftir svar