Gaman að spjalla,

en hvar skal setja mörkin?

Ég hló mig alveg máttlausa að lítilli fréttaklausu sem ég las í morgun. Ekki síst var mér hlátur í huga þar sem eg hafði einmitt heimsótt mína bestu vinkonu í gær eftir að við höfum ekki sést í þó nokkurn tíma og gat því vel sett mig inn í málið. 

Fréttaklausan er svohljóðandi:

Örvæntingarfull húsmóðir í Þýskalandi hringdi nýverið á lögregluna eftir að vinkona hennar hafði talað látlaust í 30 klukkutíma.  Þótt þetta séu ekki hefðbundin verkefni lögreglunnar átti konan enga aðra úrkosti. 
Ingrid Schuettler, 48 ára að aldri, sagði lögreglu að hún hefði boðið vinkonu sinni i te og stutt spjall.  Eftir að þær hófu spjallið vildi vinkona hennar ekki hætta og hélt áframn að tala allt kvöldið og næsta dag. 
Talsmaður lögreglunnar sagði við fréttamenn að: "Eftir ótrúlega 30 klukkutíma hlustun og nokkrar tilraunir til að fá vinkonuna til að fara heim, sá konan engan annan möguleika í stöðunni en að hringja í lögregluna."
Lögreglan gat sannfært vinkonuna um að yfirgefa húsið og Ingrid fékk loks langþráða þögn.

Ég legg ekki meira á ykkur í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Gaman að spjalla,

  1. Edda GG says:

    Við hefðum nú alveg leikið okkur að þessum 30 tímum, farið létt með það.

  2. Hulla says:

    Jesús
    Guði sé lof að ég sá þetta ekki áður en ég fór í gær.
    Ég hefði aldrei þorað.
    knús

Skildu eftir svar