Enn eitt

stórslysið varð á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss í dag. 

Sýslumaður vill fækka slysunum þarna með því að lækka hámarkshraðann í 70 km á þessum vegarkafla.  Ég  er svo hrædd um að það muni ekki fækka slysum, frekar að það muni auka framúrakstur enn frekar.

þar sem ég ók oft þessa leið á meðan ég bjó á Selfossi þá varð ég oft vitni að ótrúlegum hraðakstri og framúrakstri, langt yfir hraðamörkum.  Ég hef þá trú að það verði þeir fáu löghlýðnu ökumenn sem alltaf fylgja réttum hraða, sem muni lækka sig í 70 km hraða á þessum stað.  Þeir sem hinsvegar aka alltaf yfir hámarkshraða fara líklega alveg á taugum yfir að umferðin sé bara á 70 og fara framúr sem aldrei fyrr.

Þetta er svona mín tilfinning á því hvað muni gerast.  Hinsvegar gæti þetta gengið ef lögreglan á Selfossi hefur þann mannskap sem þarf til þess að vera stöðugt á vaktinni þarna og sekta þá óspart eins og Blönduósslögreglan hefur gert um árabil.  Ég hugsa að flestir reyni að fylgja hámarkshraðanum í kringum Blönduós til þess að sleppa við háar sektir.

Það er ótrúlegt hvað það þarf að bíða lengi eftir tvöföldun Suðurlandsvegarins. 
Eitthvað þarf að gera strax, svo mikið er víst.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Enn eitt

  1. Hulla says:

    sammála
    Mikið er ég sammála þér.
    Ég hugsa nefnilega að löggan yrði að vera 24/7 á staðnum ef þetta ætti að bera árangur.
    Annars held ég að mundi bara reynast best með tvöföldun á veginum.
    Hafið það gott og ég hringi í kvöld 🙂

Skildu eftir svar