Kennarar beri byssur.

Tókuð þið eftir fréttinni hérna á Mbl.is í morgun um það að kennarar í bænum Harold í Texasríki hafi fengið leyfi til þess að bera byssur við kennslustörfin til þess að geta varið sig ef til skotárásar kemur á skólalóðinni.

Þar sem ég er móðir tveggja kennara þá brá mér við þennan lestur.  Það vona ég að Guð gefi að aldrei verði þörf á slíku hér á landi.  

Alveg er það skelfilegt að svona leyfi hafi þurft að veita að gefnu tilefni. Það eru nefnilega alltaf að koma fréttir um skotárásir í skólum þarna ytra, en það sem mig undrar hinsvegar mest, er hversu auðvelt það virðist þessu unga fólki að komast yfir skotvopn . Mér finnst óhugnanlegt hvað byssueignin er almenn  og hve  kæruleysislega virðist haldið utan um vörslu skotvopna á heimilum. Það virðist ekkert mál fyrir börn og ungmenni, þegar slík örvinlan og brjálæði grípur þau og ekkert annað kemst að en að fara með byssu í skólann sinn og skjóta þar á allt kvikt, að þau skuli geta gripið byssu eða byssur með sér  eins og ekkert sé.

Æ, þetta truflaði mig á annars ágætum degi.
Fréttin er hér.  http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/16/kennarar_fa_ad_bera_byssur_i_texas/

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Kennarar beri byssur.

  1. Sigurrós says:

    Einhvern veginn held ég að sú staðreynd að kennararnir séu með byssur ýti einungis undir að nemendurnir mæti vopnaðir. Held að þetta geti ekki verið farsæl lausn 🙁

  2. Hulla says:

    Mikið er ég sammála Sigurrós. Þetta á aldrei eftir að fara vel.

    Svo var ég að skoða myndina af „hóst“ skólastúlkunni!
    Er þetta ekki grín???
    Fötin líta út fyrir að hafa verið í tísku 1967 og verðið er þannig að ef ég ætti fyrir pilsi og skyrtu í þessari búð, ætti ég það mikið af peningum að ég gæti komið með strákana mína til Íslands um jólin. 🙁

  3. Tek undir með Sigurrós – að kennarar mæti vopnaðir í skólann getur varla talist góð fyrirmynd né skilaboð til nemendanna – þvílík fásinna!

Skildu eftir svar