Dagamma skemmtir sér.

Þessa dagana er ég dagamma fyrir litla snúðinn í Ásakórnum og reyndar njóta þau eldri líka góðs (eða ég vona það) af því að amma kemur á morgnanna og er innanhandar þar til mamma kemur heim.  Ég hafði nú gaman af litla snúð í morgun þegar hann kom allt í einu dröslandi með karóki statív úr plasti sem Karlotta á, setti þetta á mitt stofugólfið, greip síðan mikrofóninn og söng hástöfum: "Mamma mía ..vi gó agen a a  resist jú."  Amma hefði gefið mikið til að vera með myndavélina meðferðis og skjóta eins og einu videoskoti á litla snúðinn sem var svo kotroskinn og gerði þetta af mikilli alvöru. Systkinin eru búin að vera að syngja þetta síðan þau fóru með okkur að sjá myndina í bíó og sá litli ekki lengi að læra taktana og textann.

Tíminn hlaupinn frámér í bili svo færslan verður ekki lengri að þessu sinni. Nú þarf nefnilega að koma sér skikkanlega í rúmið til að vakna árla í fyrramálið.

Góða nótt

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Dagamma skemmtir sér.

  1. smá öfund…
    Njóttu þess sem þú ert að gera, vildi svo sannarlega vera fluga á vegg. Kærust kveðja.

  2. Svanfríður says:

    ABBA rokkar:)
    Haltu áfram að njóta ömmubarnanna…þú kannski skellir þér í karíókí með þeim?

  3. afi says:

    Söngelskur
    Snemma beygist krókurinn.
    Oft vantar myndavélina þegar síst skildi. Einkum þegar börnin eru annars vegar.

Skildu eftir svar