Gaman að fá að taka þátt.

Enn á ný hefur amma fengið að fara með barnabarni í leikskóla og það er mikill heiður að fá slíkt embætti. 

Loksins er biðinni hans Ragnars Fannberg eftir leikskólaplássi lokið og fyrsta daginn fór hann sæll og glaður með mömmu sinni til þess að vera í einn klukkutíma í nýja leikskólanum.  Í gær fékk hann að vera lengur og amma varð þess heiðurs aðnjótandi að fara með unga sveinininn og bjó sig undir að vera með honum því samkvæmt bókinni átti að vera alveg með þeim annan daginn. Það fór þó svo að ömmu var sagt að hún mætti alveg fara frá, því hann virtist una sér svo vel. Það var síðan eins og ömmu grunaði, erfitt að ná þeim stutta aftur heim.  

Frá hans bæjardyrum gekk þetta svona fyrir sig:

Fyrst kom hringingin frá leikskólanum.
Váá, ég má koma á Kærleiksdeildina í Kór.
Mikið var þetta nú gott símtal.

ragnfannb1.jpg

 Síðan hafði amma mig tilbúinn og við ókum niður að leikskólanum
þar sem mamma beið til þess að fara með mér í fyrstu leikskólaheimsóknina mína,
en skólinn hennar mömmu, Karlottu og Odds Vilbergs, er bara  hinumegin við götuna
þar sem leikskólinn er.

 Hér er ég með mömmu fyrir utan Kór.

 rafannb2.jpg

 Hér er ég svo annan daginn, en þá fór amma með mér.
Taskan mín var mjög þung en ég vildi samt halda á henni sjálfur.
Ég eignaðist strax vinkonu og fóstran er brosmild og góð.

rafannb3.jpg

Amma reiknaði með að sækja unga sveininn í dag því samkvæmt aðlögun átti hann bara að vera til hádegis, en mamman hringdi áðan og sagðist hafa farið með hann alsælan klukkan átta í morgun og fóstran tjáði henni að hann mætti alveg vera hjá þeim í mat, hvíld og það mætti sækja hann um tvöleytið.

Nú er sem sé hinni eiginlegu pössun ömmu lokið. Amma er bæði glöð og hrygg því við höfum átt svo góðar stundir saman en amma þarf nú að koma sér aftur til sjúkraþjálfarans og koma sér í fínt form. 

Amma fer nú í það hlutverk að vera svona Amma í viðlögum fyrir bæði stór og smá barnabörnin sín. það hefur stundum komið sér vel  að eiga ömmu í slíku hlutverki.

Ég læt þessumm pistli lokið og tek mér nú tusku og skrúbb í hönd og fer síðan eins og hvítur stormsveipur yfir íbúðina því það hefur setið talsvert á hakanum undanfarið.

Verum glöð og njótum
þess sem lífið býður uppá.
Góða helgi!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

9 Responses to Gaman að fá að taka þátt.

  1. Katla says:

    Myndirnar eru æðislegar og börnin þín heppin að eiga svona góða ömmu í viðlögum: )

  2. Guðbjörg says:

    Takk.takk
    Takk fyrir alla hjálpina með hann Ragnar mamma mín, það er sko aldeilis gott að eiga svona góða mömmu/ömmu. Góða helgi
    Guðbjörg

  3. Sigurrós says:

    Þetta eru æðislega sætar myndir af honum krúttlega frænda mínum 🙂 Var hann líka í klippingu eins og litla frænka?

  4. Ragna says:

    Nei amma var bara að enda við að greiða honum.
    Allar myndirnar eru hér:
    http://ragna.betra.is/gallery/v/2008/sept08/Ragnfannb/

  5. Ragna á Ak says:

    Sæl nafna mín, mikið er myndaserían af ömmustráknum flott og textinn skemmtilegur. Þú átt mikla þökk skilið fyrir alla þína pössun og aðstoð við börnin okkar.Kær kveðja til Hauks og við hlökkum til að sjá ykkur.

  6. Ragna says:

    Þakka þér fyrir kæra sam-amma. Eins og þú þekkir sjálf þá er það nú mikil ánægja að hjálpa börnunum og barnabörnunum. Stundum vildi maður vera aðeins yngri og kraftmeiri til að geta gert betur.
    Kær kveðja norður,

  7. Svanfríður says:

    Amma í viðlögum:)
    Það er gaman að fá að taka svona mikinn þátt í lífi barnabarnanna og fá að vera svona stór þáttur. Ég hlakka mikið til þegar mínir foreldrar koma næst og geta verið með puttana í lífi strákanna. Eins og alltaf þá skín það fallega í gegn í pistlunum þínum og mér líður betur eftir að hafa lesið þá.

  8. Katla says:

    Ég sé á síðunni hennar nöfnu þinnar að amma hefur fengið að fljóta með í fyrstu klippinguna. Greinilegt að sú stutta er ekki að kippa sér upp við hlutina, sat bara pollróleg og góð: )
    Kær kv. frá Kötlu

  9. Anna Sigga says:

    Kveðjur og knús til þín og þinna.
    Flottur og duglegur strákur 🙂 – Veit af eigin reynslu að það er mjög gott að geta leitað til mömmu/ömmu til að létta undir með manni. Þegar strákarnir mínir voru á öðru árinu tók hún þá yfir til sín seinni part dag 2-4x í viku 1 og hálfan tíma í senn svo ég gæti komist yfir smá þrif.
    Farðu vel með þig Ragna mín

Skildu eftir svar