Haustið er komið með

sínum fallegu haustlitum og sólin skín í heiði. Það var því alveg tilvalið að skreppa í haustlitaferð í dag.

 haust081.jpg

Ekki voru nú hlýindin í samræmi við sólina sem skein inn um bílgluggana því það var svo skelfilega kalt úti. Ég ætlaði að taka eitthvað af myndum á Þingvöllum og við Þingvallavatnið, en það var strekkingsvindur og hitastigið 2° svo það var ekki eins spennandi að taka myndir eins og ég átti von á, enda vatnið ekki fallegt í svona miklu roki – bæði dökkt og mikið gárað. Þessar myndir tók ég við eina gjána þarna. Alveg finnst okkur rosalegt að svona fín bláber skuli svo frjósa og jafnvel fara undir snjó á næstu dögum –

Það var mjög gaman að skreppa þetta þó það væri svo kalt að lítið væri hægt að athafna sig úti, en þetta var mjög fínt gluggaveður. Við byrjuðum á að koma aðeins við á Selfossi og kíktum í dyrnar hjá systur minni og mági. Við vildum ekki stoppa neitt að ráði því við áttum eftir að aka Þingvallahringinn.

Eftir að skoða okkur aðeins um í þjóðgarðinum þá drifum við okkur í heitt kaffi og hjónasælu í  einu sjoppunni sem var opin þarna, en í Valhöll var allt harðlæst. Við ókum svo inn í Grafninginn og Nesjavallaleiðina heim aftur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Haustið er komið með

  1. Svanfríður says:

    Það eru sannarlega gleðifréttir að Borghildur er komin heim í faðm ykkar. Þetta eru fallegar myndir og ég fékk vatn í munnin að sjá berin:)

  2. afi says:

    Haustlitir?
    Einhverra hluta vegna hafa haustlitir þessa árs gjörsamlega farið framhjá afa. Hefur afi sofið á verðinum? Var rokið og rigningin í september bara einber ímyndun? Var kartöflugarðurinn sem var á bólakafi í vatni hugarórar líka. Þú hefur sannarlega dottið niður á eina daginn. gott mál … en kalt.

  3. Álfhildur says:

    bara að merkja mína slóð

Skildu eftir svar