Svooo gaman.

Nú var sko gott að ég var komin aftur á höfuðborgarsvæðið því annars hefði ég líklega misst af því að hitta vinkonurnar sem ég vann með í Borgartúninu því ég var orðin svo rög við að aka Hellisheiðina í misjöfnum veðrum og myrkri. Í kvöld byrjaði nefnilega að snjóa og ég veit að ég hefði sleppt því að fara ef ég hefði ennþá verið á Selfossi.  Það átti að hittast á fimmtudaginn var en þær voru svo sætar að fresta því um viku af því ég fór austur á land einmitt þann fimmtudag.

Í kvöld hittumst við svo í mat á Einari Ben þar sem við fengum sér herbergi bara fyrir okkur. Við gátum því hlegið og skemmt okkur án þess að trufla aðra gesti. Við vorum átta sem hittumst því sú níunda sendi SMS klukkan að ganga tíu og sagðist vera föst á Reykjanesbrautinni í hálku og byl á leið frá Keflavík.

Já nú er vetur konungur farinn að banka á dyr íklæddur hvítu skikkjunni sinni. Fróðlegt að vita hve lengi heimsókn hans stendur hér að þessu sinni og hvort það eru margar heimsóknir framundan.

—————————

Mikið er nú annars skrýtið eftir þennan sólríka og fallega dag, að sitja hérna við eldhúsgluggann minn og sjá bara hvítt svo langt sem augað eygir. Það er spurning hvort þetta verður allt horfið í fyrramálið.

Nú segi ég bara góða nótt.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Svooo gaman.

  1. Katla says:

    Oh, þið hljótið að hafa haft það gott á Einari Ben, er svo gott að kósa sig þar og snjókoman varla skemmt fyrir: )

Skildu eftir svar