Endurheimt.

Haukur hefur nú endurheimt aðra af tveimur dætrum sínum, sem eru búnar að vera við hjálparstörf í Palestínu í mánuð. Hin dóttirin á eftir að vera þar í mánuð í viðbót. 

Við fórum að sækja hana Borghildi á flugvöllinn í fyrrakvöld og Leonora litla afastelpan hans Hauks með okkur og sú var nú spennt að hitta mömmu sína eftir þessa löngu fjarveru. Það er mikið ævintýri að fara í svona ferð og á heimleiðinni frá flugvellinum, þá var hún að segja okkur frá ýmsu sem á daga hennar hefur drifið þarna ytra. Í gærkveldi borðuðu þær svo með okkur og Borghildur bauð okkur síðan upp á Arabiskt kaffi, lagað eftir kúnstarinnar reglum í potti á eldavélinni. Það er frá svo mörgu að segja að það gæti enst í sögustund í marga daga og mörg kvöld. Nú vonum við bara að allt gangi vel hjá Evu þennan mánuðinn og hún komi einnig heil heim og segi okkur frá  sinni upplifun. Það er mikil lífsreynsla að fara til svona staða þar sem daglegt líf fólks er svo frábrugðið okkar daglega lífi á allan hátt. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Endurheimt.

  1. Katla says:

    Þær systur eru að búa til minningar sem munu aldrei gleymast – reynsla sem mun fylgja þeim hér eftir.
    Mér þykir alltaf gaman að heyra af fólki sem „tekur af skarið“, hvort sem hlutirnir eru stórir eða smáir. Hvert skref og þor eykur á víðsýni og þolinmæði sem hvoru tveggja er af hinu góða.

  2. Þessar stelpur eru hetjur. Í augum þeirra austur frá lifum við við allsnægtir, og við gerum það! Kveðja í bæinn.

Skildu eftir svar