Í afmæli á Selfoss.

Þá er nú langt liðið á helgina, snjórinn allur horfinn, enginn botn kominn í efnahagsmál þjóðarinnar en samt svo notalegt að vera til.

Við vorum með næturgest í nótt þegar hún Ragna Björk, litla nafna mín fékk gistingu hjá ömmu, reyndar í fyrsta skipti sem hún er yfir nótt.  Um síðustu helgi fékk litli frændi, Ragnar Fannberg, gistingu svo það er ekki gert upp á milli smáfólksins sem lætur sér vel líka að vera hjá ömmu og afa jafnt á nóttu sem degi.

Í dag fórum við svo með Guðbjörgu, Magnúsi Má og krökkunum í afmæli austur á Selfoss.  Það var litla fallega prinsessan hún Sólrún María, dóttir Selmu systurdóttur minnar og Jóa, sem var að halda upp á  fimm ára afmælið sitt.  Vitaskuld var það með hjálp mömmu og pabba sem reiddu fram gómsætt veisluborð.  Það er alltaf jafn gaman og notalegt  þegar frændfólkið hittist. 

Kærar þakkir fyrir gærdaginn.  

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar