Fallegar vísur

Hún Björk tengdamamma hennar Sigurrósar sendi mér þessar fallegu vísur í morgun og vitanlega leyfi ég ykkur að njóta þeirra með mér.

       Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
  vita ekki að vináttan er,
  verðmætust eðalsteina.

    Gull á ég ekki að gefa þér
  og gimsteina ekki neina.
        En viltu muna að vináttan er
 verðmætust eðalsteina.

Höf: Hjálmar Freysteinsson, læknir og hagyrðingur á Akureyri.

Horfum á björtu hliðarnar og
njótum dagsins til góðra verka.
 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Fallegar vísur

  1. Guðbjörg says:

    Góðar vísur
    Þetta eru vísur sem vert er að taka sér til eftirbreytni á þessum síðustu og verstu tímum. Góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar…..
    Ástarkveðjur
    Guðbjörg

Skildu eftir svar