Að halda sönsunum.

Rosalega hef ég frá fáu að segja þegar ég hef verið heima án þess að fara nokkuð nema til læknis í á aðra viku. Hósta bara og hósta.   Ég er að verða talsvert leið á þessu en er að vona að nú fari þetta að lagast. 

Það sem hefur hjálpað mér að halda sönsum þennan tíma, er að mér var komið inn á "facebook". þar hef ég hitt fjöldan allan af fólki sem ég hef ekki heyrt í lengi og ótrúlegasta fólk sem bankar uppá og spyr hvort ég vilji vera mem á þessari síðu. Það er svo gaman að kíkja á myndir og sjá hvað aðrir eru að bardúsa.  Ég undrast það hinsvegar að ekki skuli fleiri kellingar svona eins og ég hafa áhuga á að vera þarna inni með unga fólkinu. Svei mér þá ég hef ekki hitt á neina á mínum aldri. Þær sitja líklega allar með prjónana sína og finnst þetta ekki merkileg iðja.  Ég er reyndar búin að vera aðeins að hekla inn á milli en það er gott að skipta um svið öðru hvoru og færa sig í tölvuna.   Það heldur manni  líka ungum  að fylgjast með unga fólkinu. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki sem er virkilega gaman að fylgjast með.  Mér finnst sérstaklega gaman að sjá hvað skólasystkini dætranna minna og frændsystkini þeirra eru að taka sér fyrir hendur og skoða myndir af mökum þeirra og börnum. Mér finnst t.d. svo stutt síðan skólasystur Sigurrósar voru hlæjandi og skríkjandi í heimsóknum á Kambsveginum.  Þær hlæja nú og skríkja saman enn í dag en nú er það bara ekki heima hjá mér.

Nú er hinsvegar best að reyna að koma sér í rúmið og líta aðeins í bók á meðan ég bíð eftir að Óli Lokbrá komi með draumana sína. Vonandi verða þeir góðir í nótt.

Ég býð ykkur öllum GÓÐA NÓTT kæru vinir nær og fjær.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Að halda sönsunum.

  1. Æi mín kæra, vonandi verður flensuskömminni illt af heimsókninni og hverfur. Góðan bata.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Guðlaug mín. Þetta er hinsvegar ekki flensa sem ég er með, heldur er Astminn að angra mig svona með alls konar aukaveseni.

  3. þórunn says:

    Hittumst á Facebook
    Þú segir nokkuð mín kæra, við erum að minsta kosti tvær á þessum aldri á Facebook, er búin að vera þar í nokkra mánuði en er ekki alveg búin að ná tökum á tækninni. Það er best að ég sendi þér boð um að vera mem þar. Annars kann ég svo ágætlega við gamla góða bloggið.
    Batakveðjur frá Þórunni

  4. Ragna says:

    Ég ætla nú ekki að láta þetta hafa áhrif á heimsíðuna mína en þetta er skemmtileg viðbót og ég er búin að hitta fullt af fólki þarna. Var meira að segja að fá Gurrý inn hjá mér í dag. endilega náum sambandi þarna líka.

Skildu eftir svar