Að telja sér trú um að maður nenni.

Mikið hef ég verið löt að blogga þessa vikuna. Oft hef ég þó sest við tölvuna og ætlað að setja inn smá texta en stundum er maður bara með stíflaðar allar rásir og þá er ekki von á góðu. Já það má segja að rásirnar mínar séu í orðsins fyllstu merkingu stíflaðar. Ég er búin að vera með fjárans kvef frá því í byrjun október og losna bara ekki við það. Er búin að vera á fúkkalyfjum og sterum og er byrjuð annan umgang af slíku. Hvað eru þær eiginlega þrautseigar þessar kvefpestir sem hafa verið að ganga, ætli það taki þrjá mánuði eða meira að losna við þær? Jæja, ég á ekki von á að þið eigið svar við því, enda margir í sömu sporum og ég þessa dagana. 
Það eina sem dugar er að fara í afneitun og reyna að telja sér trú um það milli hóstakasta, að það sé ekkert að og um að gera að halda bara sínu striki og vera duglegur.  Ég er búin að ætla mér að baka kleinur í allt haust en alltaf hummað það fram af mér þegar ég hef ætlað að byrja á því. Í gær hlustaði ég hinsvegar ekki á eigin kveinstafi og hellti mér bara út í kleinubaksturinn og nú eru loksins komnar kleinur í frystinn. Í dag fékk ég síðan tvo kleinufíkla í kaffi til mín og það var sko ekki leiðinlegt. Hér er mynd af gestunum í dag.

kleinufklar.jpg

Á morgun koma svo dæturnar og eldri barnabörnin til ömmu í laufabrauðsbaksturinn en yngstu afkomendurnir verða að bíða í fáein ár eftir því að verða liðtæk.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Að telja sér trú um að maður nenni.

  1. Ummm, kleinur. Skýst í kaffi á eftir/eða þannig. Kær kveðja í bæinn.

  2. Svanfríður says:

    KLEINUR. Ohh,hvað ég væri til í að koma í kleinukaffi til þín Ragna mín.

  3. Svanfríður says:

    KLEINUR. Ohh,hvað ég væri til í að koma í kleinukaffi til þín Ragna mín.

  4. Erna frænka says:

    Gamlar og godar minningar
    Sæl Didda mín!
    Mér var alt í einu litid á gamla (held ég örugglega) flettada kransinn i glugganum hjá tér og tá mundi ég allt í einu ad ég sjálf bjó til einn svona, sem ég svo skreytti nokkrum sinnum fyrir jólin. Hérna vöknudu hjá mér eldgamlar minningar um jól i Hvammsgerdinu. Stundum tarf svo lítid til ad gömlu heilaperurnar fari ad blikka. Takk fyrir hjálpina med ad rifja tetta upp! Kærar kvedjur Erna frænka

  5. Ég sjálf. says:

    Já Erna mín þetta er gamli kransinn sem ég fléttaði þegar ég var unglingur og hef alltaf haft hjá mér um jól.það er gaman að heyra að þetta kveikti á gömlum minningum hjá þér.
    Kær kveðja ttil ykkar allra á Bornholm

Skildu eftir svar