Kemst ég kemst ég ekki?

Ég er um það bil að sætta mig við að láta í minni pokann og komast ekki austur á Rangárvelli í dag. Ég ætlaði svo sannarlega að fara austur að Keldum og fylgja honum Steina frá Heiði til grafar, en það á að jarða hann klukkan eitt. Þess í stað verð ég bara að vera með fólkinu í huganum og rifja upp allar gömlu minningarnar. 

Þetta heilsufarsvesen á mér er nú að verða hundleiðinlegt – er reyndar búið að vera það lengi en nú er bara komið nóg því þetta er verulega farið að raska lífsgæðum mínum. Ekkert getað dansað og ekkert getað farið út að ganga eða í líkamsræktarstöðina. Mér finnst ég alltaf vera að hætta við hitt og þetta.  Það koma nú dagar sem ég er mun betri af brjósklosinu en eftir að ég fékk kvefið í haust og síðan astmann, þá er þetta orðinn vítahringur því þegar ég fæ hóstakast þá kemur einhver röng staða á bakið og ég fæ logandi verk niður allan fót og það líður ekkert hjá svona einn tveir og þrír.  það versta er að staðsetningin á þessum fjára í bakinu er þannig að það er mjög erfitt og tvísýnt að skera. 

Ég sá fram á það í morgun þegar ég var að reyna að sannfæra mig um að ég gæti nú alveg farið austur þó ég hefði sofið illa út af bakinu, að bara það að sitja í sömu stellingu í nokkra klukkutíma á meðan ég keyrði austur og athöfnin hefði staðið yfir, hefði auðvitað ekki gengið upp.

En, þetta er grautfúlt og ég bara varð að skrifa mig frá þessu því þetta er virkilega farið að pirra mig og ég er orðin þreytt á að láta eins og ekkert sé, vera bara jákvæð en pína mig til þess að standa mig og vera ekki einhver endemis vælukjói. En, þetta bara gengur ekki til lengdar.  

Ég tók þá ákvörðun áðan að hringja í gigtarlækninn minn strax á mánudag og biðja hann um  að panta fyrir mig á Reykjalund því ég hef tröllatrú á þeim stað þó ég hafi sjálf ekki dvalið þar. Eitthvað verð ég að gera.

Æ hvað það er nú fáránlegt að vera búin að ausa þessu öllu úr sér hér en stundum þarf maður bara að fá útrás og blása. 

————————————-

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Kemst ég kemst ég ekki?

  1. Katla says:

    Stundum er bara nauðsynlegt að fá að blása duglega frá sér. Ég vona það fari e-ð að rætast hjá þér úr vítahringnum, skil vel þú sért orðin pirruð Ragna mín. Stórt faðmlag frá mér og leyfðu okkur svo að fylgjast með framvindunni.

  2. þórunn says:

    Góðan bata
    Ég finn til með þér Ragna mín, engin furða þó þú sért orðin pirruð. Það er örugglega góð hugmynd hjá þér að komast á Reykjalund, ég hef heyrt látið vel af meðferðinni þar. Vonandi þarftu ekki að bíða lengi eftir að komast þar að.
    Bestu kveðjur frá okkur í kotinu
    Þórunn

  3. ingunn says:

    Fyrirgefðu, en ég náði ekki að hringja í þið í dag. Eftir að ég var búin í sturtu hringdi síminn aftur. Það var hann Emill og han er með ísl. hjón í heimsókn sem við John höfum ekki hitt í mörg ár. Þau komu og voru að fara. Þetta er 4 dagurinn hjá John frá vinnu út af bakinu svo hann finnur til með þér.

  4. Mín kæra, þú ert ekki að að kvarta eða kveina. Langvarandi verkir eru óþolandi og ég get fullvissað þig um að Reykjalundur kemur fólki á betra ról. Ég á þeim stað líf mitt að launa, svo „go on girl“. Kærust kveðja í bæinn.

Skildu eftir svar