Vinir.

Ég sit hér og bíð eftir símtali frá minni bestu vinkonu sem ætlar að hitta mig á á kaffihúsi á eftir og ég velti því fyrir mér hvað það er dásamlegt að eiga trausta og góða vini sem hafa gengið í gegnum lífið með manni allt frá barnæsku og eru alltaf til taks.

Það er mikið talað um peningahrun og kreppu, sem eðlilegt er í því ástandi sem þjóðin er í núna, en frekar vildi ég vera peningalaus en missa vini mína. Hvers virði væri lífið ef við sætum ein í peningahrúgu en ættum enga vini til þess að taka þátt í gleði okkar og sorgum.

Mér fannst skemmtilegt þegar ég tók bókina mína góðu og fletti henni upp áðan og við mér blasti þessi texti.  

Kærleikur vina minna
færir mér meiri hamingju
en orð fá lýst. Ég get alltaf
treyst þeim og þeir eru alltaf
til staðar þegar ég þarf á þeim að halda.

 Njótum dagsins og knúsum hvert annað.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Vinir.

  1. Þetta er svo rétt hjá þér Ragna. Vinir eru dýrmætir, en peningar hálir. Svo vil ég frekar tala um efnahagslægð en kreppu. Kærust kveðja úr veðrarassgati!

  2. afi says:

    Kærleikur.
    Sjaldnast er kærleikurinn ofmetinn. Þar er orkulind sem þarf að virkja mun meira en gert er.

Skildu eftir svar