Í afmælisveislu Rögnu Bjarkar.

Mikið finnst mér alltaf gaman að fara á mannamót og í dag var eitt slíkt þegar það var haldið upp á afmælið hennar Rögnu Bjarkar í Arnarsmáranum.  Sjálft afmælið er nú ekki fyrr en 10. marz og þá verður mín tveggja ára.

Nú er sko komið að öllum marzafmælunum í fjölskyldunni.  Ragna Björk er fyrst þann 10. marz, síðan Karlotta þann 19. og Guðbjörg  þann 20. Síðan rekur Ragnar Fannberg lestina með afmælinu sínu þann 26. marz. Marz mánuður í okkar fjölskyldu einkennist því ekki af neinu aðhaldi í mat og drykk, heldur öðru nær af því að innbyrða ótrúlegan fjölda kaloría.  Byrjunin lofar alla vega góðu.

Hér er mín tilbúin að blása á kertin sín tvö
eftir að mamma stjórnaði afmælissöngnum.

 afmrbj2.jpg

Svo þegar gestirnir voru farnir var ekki amalegt að kúra með bók
í fína stólnum sem amma Björk gaf henni í afmælisgjöf.

 afmrbj2_2.jpg

Ég þakka kærlega fyrir skemmtilegan dag. Það var svo ánægjulegt að hitta bæði fjölskylduna og vinina. Mér fannst svo gaman að gömlu vinkonurnar hennar Sigurrósar, sem hún hefur átt síðan þær voru saman í barnaskóla og börnin þeirra, komu í afmælið í dag.

Hér eru myndirnar mínar úr afmælinu. Ég á enn eftir að læra að setja inn videoklippurnar svo þær bíða.

——————

Fjölskyldan í Ásakórnum verður svo næst með sín þrjú afmæli með tilheyrandi gúmmelaði daginn áður en ég fer til fjögurra vikna dvalar í Hveragerði. Þar skilst mér hins vegar að ég muni eingöngu fá bruður og kringlur í hverjum kaffitíma. Þetta verður því líklega eins og hjá þeim sem fara í meðferð, þar sem ég fer beint úr bullandi kaloríuneyslunni í harða brauðið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Í afmælisveislu Rögnu Bjarkar.

  1. Sigurrós says:

    Takk sömuleiðis fyrir allt saman 🙂
    Ég skelli mínum myndum inn á morgun.

  2. Svanfríður says:

    Til hamingju með hana, tíminn líður hratt þykir þér ekki?

  3. Til hamingju með alla, og þessi litla hnáta er gullfalleg. Hveragerði=kál, úff. Hvað varð um Reykjalund? Kærust kveðja.

  4. Ragna says:

    Já hún er yndisleg og svo skemmtileg þessi litla hnáta.
    Svo ég svari þér spurningunni um Reykjalund Guðlaug mín, þá á ég að mæta þar í haust. Ég get bara ekki hugsað mér að sumarið líði án þess að ég verði búin að koma mér í betra form til að njóta þess, svo ég sló til þegar kallið kom um að fara í Hveragerði núna í mars. Læknirinn á Reykjalundi sagði að það skipti engu máli þó ég færi í Hveragerði, ég ætti samt að mæta hjá sér á Reykjalund í haust. Ég vil nú sjá til með það ef vel gengur í Hveragerði, því það eru örugglega aðrir sem þurfa þá frekar á plássinu á Reykjalundi að halda. En, svona standa nú málin.

Skildu eftir svar