10. marz.

 

Til hamingju með afmælið elsku litla nafna mín. 

ragnabjork_2.jpg

Í dag 10. marz er rétti afmælisdagurinn hennar Rögnu Bjarkar, en hún hélt upp á afmælið sitt um helgina.  Þessi litla hnáta, sem  á svo auðvelt með að bræða hjarta ömmu með fallega brosinu sínu og skemmtilegheitum er nú orðin tveggja ára.

Amma og afi senda henni sínar allra bestu afmæliskveðjur og framtíðaróskir.

————————

Það gerðist líka annað á þessum degi því í fyrra þá fengum við afhenta íbúðina hérna í Kópavoginum einmitt 10. marz.  Okkur líður mjög vel hér og erum ánægð með lífið í Kópavoginum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to 10. marz.

  1. Mikið lifandi er barnið fallegt, og til hamingju með lífið í Kópavoginum. Kær kveðja.

  2. afi says:

    Óska ykkur nöfnunum til hamingju með daginn.

  3. Katla says:

    Til hamingju með þessa fallegu og mannalegu nöfnu Ragna mín!
    Ég trúi vel þér líði vel í Kópavogi, en ég er reyndar viss um þér líði vel nánast hvar sem er, því hvar sem þú ert, fylgir góðmennskan og bjartsýnin: )

  4. Ragna says:

    Ég þakka fyrir góðu kveðjurnar. Það er reyndar tilfellið að mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég er, en hvort það hefur nokkuð með bjartsýni eða annað að gera veit ég ekki. Ætli það sé ekki bara aðlögunarhæfni og pínu Pollýanna – við höfum alltaf verið vinkonur.

  5. Ragna says:

    Ég þakka fyrir góðu kveðjurnar. Það er reyndar tilfellið að mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég er, en hvort það hefur nokkuð með bjartsýni eða annað að gera veit ég ekki. Ætli það sé ekki bara aðlögunarhæfni og pínu Pollýanna – við höfum alltaf verið vinkonur.

Skildu eftir svar