Mikið að gera.

Já hérna hvað það er mikið að gera hjá mér – ég hef bara ekki nokkurn tíma til að setja inn í dagbókina mína.  Ég ætla að bæt

a úr því um helgina.  Ég er rosalega ánægð með dvölina hérna og allt sem í boði er. Ég er búin að sitja fullt af fyrirlestrum um allt milli himins og jarðar sem viðkemur mannskepnunni og hennar lífi.  Svo er allt hitt sem ég hef sagt ykkur frá og eykst frekar en hitt.  Ég finn strax meiri orku en á eftir að  losna við fjárans hálsríginn sem pirrar mig mest í fyrirlestrunum því þá veit ég ekkert hvernig ég á að halda þessum heimska haus rétt á hálsræflinum.  Allt stendur þetta nú til bóta og ég er allavega mun betri í bakinu.

Þetta verður ekki lengra núna en um helgina ætla ég að komast einn rúnt að kíkja á bloggið ykkar hinna og kíkja aðeins á fésið – þ.e.a.s. ykkar.

Kær kveðja til allra og þakka ykkur sem hafið kommenterað hjá mér – alltaf svo gaman þegar fólk kvittar aðeins fyrir, þó ekki sé nema með nafninu sínu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Mikið að gera.

  1. þórunn says:

    Háskóli lífsins
    Þetta virðist mjög áhugavert og nóg að læra, njóttu vel og komdu sem heilust heim.
    Bestu kveðjur, Þórunn

  2. jens says:

    Sælar Ragna,skil þig vel að það er hressandi að vera á Heilsustofnuninni.Ég var þarna fyrir um einu og hálfu ári síðan,og það var frískandi,starfsfólkið er sérlega viðkunnanlegt og þægilegt í framkomu.Ég má til með að segja þér hérna eina stutta örsögu(ekki aprílgabb)Þannig er mál með vexti ef má orða það svo,að þegar ég útskrifaðist þá fór ég í lokavigtun,hjá henni Ólöfu læknaritara,og þegar ég stend á vigtinni þá dauðbrá mér ég hafði þyngst um tíu kíló frá því að ég hafði komið þarna,fór snöggt niður af vigtinni og bað Ólöfu vinsamlegast að núllstilla hana,eitthvað fór hún að fikta í tökkum og leit ég svo á að hún væri að núllstilla hana.Litli kúturinn ég steig þá á vigtina í annað,en viti menn nú sýndi hún vigtin að ég væri tólf kílóum þyngri,ég nánast datt af vigtinni mér brá svo svakalega.Ólöf hún sýndi mér að vigtin væri stillt á núll og hún spurði mig hvort að ég hafi eitthvað verið að svindla í mat,ég barasta neitaði því og sagði henni að þetta digitaldrasl sem þessi vigt væri hefði akkúrat bara bilað nú á þessu augnabliki.Ekki vildi Ólöf viðurkenna það,svo að ég fór í þriðja sinn á vigtina,en þá sýndi hún aðeins minna,og ég sagði við Ólöfu,,nú þarna sérðu hún er kolbiluð.En viti menn þá segir Ólöf æ , æ , fyrirgefðu Jens um leið og hún sagði þetta að þá sýndi vigtin tölu sem að ég var sáttur við,og nú kemur skýringin.:Vigt þessi er með handriði á,og er það samtengt vigtinni,Hún Ólöf hafði þá ýtt með hendinni ofaná handriðið,og vigtin sýnt þá meiri þyngd.Passaðu þig á henni Ólöfu hún er skemmtilega hrekkjótt….kv,Jens

  3. afi says:

    Grjón?
    Alltaf gaman þegar vel gengur. Ætli að þú verðir ekki að hafa vel volgan grjónapoka um hálsinn. Sumir segja að það sé allra meina bót.

  4. Ragna says:

    Þakka ykkur sem kíkið hérna inn.
    Þakka þér fyrir söguna Jens. Það var einmitt ein að kvarta í tetímanum áðan að hún hefði þyngst og ég sagði henni að athuga vel hvernir væru að bæta sínum eigin þunga við hennar.

  5. Þú ert ekki verkefnalaus þessa dagana mín kæra. Ég sendi góða og heilsusamlega kveðju.

Skildu eftir svar