Hugleiðingar um æskuna .

Mikið er sorglegt að heyra um ungu stúlkuna sem varð fyrir fólskulegri árás sjö annarra sem misþyrmdu henni í gær. Því miður fáum við öðru hvoru svona fréttir, en upp til hópa eigum við svo glæsileg ungmenni sem við getum verið hreykin af.

Ég var að horfa á skólahreysti áðan og varð svo stolt að sjá dugnaðinn í þessum glæsilegu krökkum sem lögðu sig öll fram í erfiðum þrautum og settu hvert íslandsmetið af öðru og salurinn í Laugardalshöllinni var þéttskipaður skólasystkinum þeirra sem hvöttu þau áfram.
Til hamingju krakkar!

Við eigum mikinn fjársjóð í æskunni okkar og þá meina ég raunverulegan fjársjóð því þetta er okkar dýrmætasta eign. Við eigum að láta það hafa algeran forgang að búa vel að unga fólkinu okkar, sjá til þess að þeim líði vel andlega og líkamlega og beina þeim inn á heilbrigð áhugamál.  Við þurfum líka að láta það hafa forgang að hjálpa þeim sem hafa villst af leið og beina þeim inn á rétta braut.

Það er æskan sem er okkar mesti auður – gleymum því ekki í 
allri peningaumræðunni.

 Sýnum gott fordæmi í hvívetna því hvað ungur nemur gamall temur.

 Góða helgi – Lifið heil.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Hugleiðingar um æskuna .

  1. Mikið rétt, við eigum yndisleg ungmenni, en því miður eru fólskukrakkar inn á milli og það er dapurlegt. Góðan bata kæra Ragna og láttu fara vel um þig í lazyboy. Góða helgi.

Skildu eftir svar