Monthly Archives: júní 2009

Fyrir 45 árum.

Fyrir nákvæmlega 45 árum, árið 1964, var 25. júní líka á fimmtudegi eins og núna.  Sá dagur verður mér alltaf minnisstæður því þá gekk ég í hjónaband. Þegar ég skoða gamlar færslur á blogginu mínu fyrir þessa dagsetningu, þá sé ég … Continue reading

3 Comments

Óvænt og ekki óvænt.

 það var nú ekkert óvænt byrjunin því Þórunn og Palli frá Portúgal komu og fengu sér morgunsnarl hérna hjá okkur un hádegið og við áttum gott spjall saman að venju.   ——– Síðan skruppum við Sigurrós upp í Gufuneskirkjugarð í gær  því Sigurrós … Continue reading

1 Comment

Gleðilega þjóðhátíð 17. júní 2009

Í dag fögnum við þjóðhátíðardeginum okkar. Reynum að gleyma öllu amstri og neikvæðni og njóta þess að vera saman og gleðjast í dag.

4 Comments

Að njóta.

Þetta hefur verið góð og skemmtileg vika og ekki spillir veðrið sem er svona gott dag eftir dag.  Ég hef byrjað daginn á því að fara í göngutúr á meðan Haukur er í ræktinni og er mest búin að ganga … Continue reading

2 Comments

Góðir dagar

Mér finnst svo ótrúlegt að þetta sé bara dagur fimm eftir bakskurðinn. Ég verð að klípa mig öðru hvoru til að vera viss um að mig sé ekki bara að dreyma. Ég kann honum Aroni Björnssyni skurðlækni sem kom mér … Continue reading

7 Comments

Allt gott að frétta.

Ég er þakklát Sigurrós fyrir að hafa verið svona góð að setja inn smá fréttir og ykkur fryrir góðu kveðjurnar.  Nú ætla ég að stelast til þess að fara aðeins í tölvuna, er bara með hana hérna á eldhúsinnréttingunni því … Continue reading

6 Comments

Kær kveðja frá sjúklingi sem er smám saman að hressast

Sigurrós (yngri dóttir) skrifar: Sæl verið þið, Ég ákvað að skrifa ykkur smá kveðju frá mömmu. Aðgerðin virðist hafa heppnast vel og mamma var farin að hressast nokkuð nú í kvöld þegar ég fór að heimsækja hana. Hún vill örugglega … Continue reading

4 Comments