Monthly Archives: júlí 2005

Málverkasýning og fjallganga.

Já, það er nóg að gera þessa dagana. Í gærkvöldi fórum við á opnun málverkasýningar hjá mági mínum Jóni Inga Sigurmundssyni í Eden í Hveragerði. Þarna er mikið af mjög fallegum myndum og ég hvet alla til að fara og … Continue reading

2 Comments

Gaman, gaman.

Já það heldur áfram að vera sól og blíða og 24 – 26 °hiti. Nú er það bara orðið þannig að um miðjan dag þá bara getur maður ekki verið lengur úti því það er svo heitt. Þið sem búið … Continue reading

1 Comment

Lítið skrifað vegna veðurs.

Já, þegar veðrið er svona gott eins og það hefur verið síðustu daga þá sniðgengur maður tölvuna sína. Það má eiginlega segja að við búum pallinum þessa dagana og komum ekki í hús nema til að sinna nauðþurftum og til … Continue reading

4 Comments

Hún á afmæli í dag ………

Hún á afmæli hún Sigurrós, hún á afmæli í dag. Það eru orðin 26 ár síðan við Sigurrós litum hvor aðra fyrst augum á Fæðingardeildinni og vel hefur ræst úr litla krílinu sem ég hélt á í fanginu þann 19. … Continue reading

Leave a comment

Kaupsamningar og tiltekt.

Jæja nú er komin vika frá brúðkaupi og eins og við er að búast er lífið komið í sitt fyrra horf eftir allan spenninginn undanfarið. Við höfum svo sem haft í nógu að snúast og fórum m.a. tvisvar í vikunni … Continue reading

Leave a comment

Undirbúningurinn og Brúðkaupið.

Hér eru lukkulegu brúðhjónin komin í veislusalinn. Magnus minn, ég vona að þú fyrirgefir mér, að ég nældi mér í myndir úr albúminu þínu því ég tók engar sjálf. Hér fyrir neðan stikla ég svo á stóru um undirbúninginn og … Continue reading

3 Comments

Brúðkaupið á laugardag.

Það kemst ekkert annað að þessa stundina en brúðkaupið á laugardag svo ég ætla ekki einu sinni að reyna að setja inn færslu fyrr en eftir næstu helgi. Kær kveðja og góða helgi. Hér er mynd af tilvonandi brúðhjónum á … Continue reading

1 Comment

Ísland í dag – Spánn seinni partinn í júní.

Mikið erum við, sem búum á norðlægum slóðum, heppin að geta bætt við okkur flíkum þegar okkur finnst of kalt á sumrin. Við sjáum sólina í útlöndum í draumsýn og auðvitað grípum við fyrsta tækifæri til að komast til draumalandsins. … Continue reading

1 Comment