Monthly Archives: mars 2008

Styttist í

að lífið taki á sig eðlilega mynd.  Við skilum Sóltúninu á morgun. Þá loks má segja að við séum endanlega flutt og getum stigið af rússibananum  til þess að hefja nýtt íf á nýjum stað. Ég hef enn ekki gefið mér tíma … Continue reading

1 Comment

Fallegur dagurinn í gær – Tilviljanirnar..

Já það var fallegur dagurinn sem hún tengdamamma blessuð fékk til þess að kveðja endanlega þennan heim. Veðrið var fallegt þó það væri svalt, athöfnin í Háteigskirkju var falleg og söngurinn.  Eftir athöfnina  voru veitingar í safnaðarheimilinu og það var, eins … Continue reading

2 Comments

Í dag

verður hún tengdamamma lögð til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Keldum á Rangárvöllum eftir kveðjuathöfn í Háteigskirkju, sem var kirkjan hennar lengi vel þegar hún bjó í Bólstaðarhlíðinni og síðan í Stórholtinu.  Svona var hún alltaf fín og glæsileg.   … Continue reading

1 Comment

Hann á afmæli í dag

hann elsku besti Ragnar Fannberg nafni minn og er orðinn tveggja ára.  Innilega til hamingju með daginn elsku snáðinn minn. Nú er amma það langt í burtu að hún skreppur ekki í dag til þess að gefa knús en á … Continue reading

1 Comment

Örfréttir.

Nú fer að styttast í að ég afhendi íbúðina á Selfossi og sé endanlega flutt. Við höfum verið eins og jójó á milli Selfoss og Kópavogs undanfarið að sækja dót og á annan í páskum hjálpaði Guðbjörg mér að byrja að … Continue reading

1 Comment

Kveðjustund.

Færslan mín í dag er ekki um flutninginn í Kópavoginn eins og þið vinir mínir hafið beðið eftir. Ég minnist hins vegar á þessari stundu hennar tengdamóður minnar, Guðbjargar Oddsdóttur, ömmu stelpnanna minna, sem kvaddi þennan heim fyrir nokkrum klukkustundum … Continue reading

8 Comments

Síðasta nóttin hér.

Þá er dagur að kvöldi kominn og tvær mannverur 60+ leggjast til hvílu frekar þreyttar en spenntar fyrir morgundeginum.  Við náðum að mála loft og veggi í öllu nema gestaherbergi og þvottahúsí, á tveimur dögum – geri aðrir betur. Mest … Continue reading

10 Comments

Smá kveðja úr stressheimum.

Það er lítið sem ég hef tíma til að kíkja til ykkar kæru bloggvinir. Við vorum í allan dag að undirbúa málningu, líma límbönd á alla kanta, taka nagla úr veggjum og sparsla. Haukur málaði loftin í gær og á … Continue reading

4 Comments

Það er eins og gerst hafi í gær.

Já þeir eru ljóslifandi fyrir mér dagarnir sem barnabörnin mín hafa litið sitt fyrsta ljós í þessum heimi.  Fyrir nákvæmlega ári síðan þá var einn slíkur dagur, því þann 10. mars 2007 þá fæddist þeim Sigurrós og Jóa lítil stúlka. Hún olli okkur … Continue reading

5 Comments

Halló, halló þá er ég nú komin aftur sólbrún og sæt –

aðallega þó sólbrún því hitt hefur nú lítið lagast. En það er ekki hægt annað en vera sæl og glöð með ferð í slíka Paradís sem Tenerife er. Reyndar var ég svo lasin þegar við fórum og var í viku að … Continue reading

3 Comments