Monthly Archives: apríl 2006

Saumaklúbbur, dansiball og garðrækt.

Þá er kominn sunnudagur. Garðverkin bíða þess að ég bretti upp ermarnar, fari í gúmmískóna mína, snari mér út og taki til hendinni. Nú er maður fullur af endorfíni eftir góðan dag í gær. Það byrjaði með saumaklúbbnum um hádegið … Continue reading

7 Comments

Átti nýjan bíl í klukkutíma.

Ég var búin að taka þennan föstudag frá í ákveðnum tilgangi og hef beðið spennt eftir því að þessi dagur kæmi. Þannig er að fyrir allnokkrum árum keypti ég mér hlutabréf Íslandsbanka og fékk á sínum tíma skattaafslátt þessi tvö … Continue reading

10 Comments

Andleysi og annríki.

Ég hef verið svo löt síðustu daga, en þarf virkilega að taka mig á og verða svolítið dugleg því ég ætla að hafa saumaklúbb í hádeginu á laugardag og get ekki einu sinni ákveðið hvað ég ætla að bjóða upp … Continue reading

5 Comments

Mikið er alltaf gaman þegar einhver bankar óvænt uppá hjá manni. Ég sakna þess svo hvað fólk er hætt að þora að koma í heimsóknir nema því sé sérstaklega boðið. Ég var því mjög ánægð í morgun þegar dyrabjallan hringdi … Continue reading

Leave a comment

Tannálfar og heilarar

Oddur ömmustubbur fór með mér í dag að láta ástandsskoða Pólóinn minn. Hann verður nú átta ára á árinu (þ.e. Pólóinn ekki Oddur) svo ég er að hugsa um að skipta honum út fyrir nýrri/nýjan til þess að vera öruggari … Continue reading

7 Comments

Mikið að gera – allt svo ljúft.

Það var yndislegt sólarlagið síðasta vetrardag. Ég fór í borgarferð á sumardaginn fyrsta. Af því að ég var nú búin að tala svo mikið um hvað það væri alltaf kalt þennan dag þá var auðvitað blíðskaparveður. Ég hitti Hauk á … Continue reading

7 Comments

Ýmsar minningar frá sumardeginum fyrsta.

Sumardagurinn fyrsti á sérstakan sess í mínum endurminningum, ekki síst fyrir það að hann pabbi minn var fæddur þann dag og þó að 23. apríl bæri vitaskuld ekki alltaf upp á sumardaginn fyrsta þá er hann alltaf í sömu viku … Continue reading

5 Comments

Góðir og skemmtilegir dagar.

Laugardagurinn var ósköp rólegur hérna í Sóltúninu. Ég notaði hann nú aðallega til þess að leika mér með saumavélina mína og tuskurnar. Ég þurfti síðan að skreppa aðeins út í Nóatún eftir hádegið, það er að segja ég hélt að … Continue reading

3 Comments

Gleðilega páska

Gleðilega páskahátíð og líði ykkur öllum vel.

4 Comments

Föstudagurinn langi.

Haukur fór í bæinn í morgun að undirbúa sig fyrir nýja vinnusyrpu. Við erum búin að vera að gera svo margt skemmtilegt síðustu vikuna að það kom yfir mig eitthvert eirðarleysi þegar ég var allt í einu ein í kotinu og ekkert … Continue reading

3 Comments