Monthly Archives: mars 2009

Smá helgarhugleiðingar í rólegheitunum.

Hvílík ró og hvílíkur friður. Það hafa margir farið heim og eru fáir á ferli þessa fyrstu helgi mína hérna í heilsuparadísinni. Þið takið kannski eftir hugarfarsbrfeytingunni,  en nú er ég hætt að tala um heilsubælið en er orðin svo … Continue reading

4 Comments

Dagur fimm

Vaknaði hress eftir góðan svefn í nótt. Það skyldi þó aldrei vera að nýja dýnan hafi gert útslagið. Dagskráin var svona nokkkuð hefðbundin í dag – þétt skrifuð að vanda. Eftir vatnsleikfimi, göngutúr út að Ölfusborgum, háls og herðaleikfimi, Tai Chi … Continue reading

2 Comments

Dagur fjögur.

Ég svaf ekki vel í nótt og kenni rúminu um, en núna er ég búin að fá eggjabakkadýnu ofan á og annan mýkri kodda. Prinsessan á bauninni verður að láta fara vel um sig.  Það hnussaði í fullorðnu starfsstúlkunni sem … Continue reading

2 Comments

Dagur fjögur.

Eins og síðustu daga byrjaði ég á köldu bununum og skaust svo í morgunmatinn. Ég hef enn ekki fengið þann kjark að mæta með myndavél og taka mynd af þessu bunustandi, en koma tímar og koma ráð.   Eftir morgunmatinn … Continue reading

4 Comments

Dagur þrjú.

Ég var hálf pirruð í nótt – eða eigum við að segja ferlega pirruð því útvarpsvekjaraklukka sem var hérna á náttborðinu hjá mér tók upp á því að senda út eitthvert urg sem kom í tvígang og hætti svo, kom … Continue reading

Posted in Ýmislegt | 7 Comments

Dagur tvö.

Mætti í morgunmat og borðaði minn hafragraut. Ég sá að þeir sem voru á undan mér voru veraldarvanir hér og gengu á röð af krúsum og stráðu hörfræjum, sólblómafræjum, hveitiklíði og fleiru út á grautinn sinn. Ég gerði því það … Continue reading

2 Comments

Kæra dagbók – Dagur eitt.

Jæja þá erum við komin í nýtt umhverfi tölvan mín og ég og báðar fullar áhuga að taka nú vel á því og vera duglegar. Það var komið ágætisveður um hádegið þegar ég ók úr Kópavoginum beint í Sæluríkið í … Continue reading

5 Comments

Komið að því.

Þá hefur enn ein vikan flogið hjá og nú eru búin þrjú af þeim fjórum afmælum sem eru í fjölskyldunni í marz. Guðbjörg mín átti afmæli í dag og þá er bara hann nafni minn eftir í næstu viku, en þá … Continue reading

4 Comments

Fyrir 12 árum.

Í dag eru 12 ár frá því að mér hlotnaðist sú gleði og heiður að verða amma í fyrsta sinn.  Ég er auðvitað montin af ömmustelpunni minni henni Karlottu því hún er svo efnileg stúlka sem stendur sig vel í öllu … Continue reading

1 Comment

Næturgesturinn.

Það er alltaf gaman að fá gesti og enn skemmtilegra er að fá næturgesti. Við fengum einn slíkan sem var hjá okkur síðasta sólarhringinn og höfðum mikið gaman af.  Hann var nú ekki hár í loftinu þessi næturgestur og var … Continue reading

5 Comments