Monthly Archives: nóvember 2004

Jólakort/Minningar

Það er alltaf einstök tilfinning sem fylgir því að skrifa á jólakortin og jólabréfin. Best finnst mér að gera það þegar ég er ein heima því þá er ekkert sem truflar mig í að upplifa liðinn tíma. Það er nefnilega … Continue reading

2 Comments

Nýja sögnin

Ég held að ég hafi fundið upp nýja sögn í dag. Sögnina að jólast. Ég held a.m.k. að ég hafi ekki heyrt hana áður. Á laugardaginn fór ég í saumaklúbb hjá Eddu Garðars og borðaði þar dýrindis máltíð í hádeginu … Continue reading

2 Comments

Of snemmt.

Það eru ekki bara verzlunareigendur sem koma allt of snemma með jólaskraut og tilheyrandi auglýsingar, heldur hafa máttarvöldin illilega ruglast í ríminu líka og eru búin að láta okkur fá jólasnjóinn 16. nóvember, eins og sjá má af myndunum sem ég … Continue reading

3 Comments

Sérstakur afmælisdagur

Ég vaknaði snemma í morgun því ég ætlað að vera í borginni í dag með stelpunum mínum. Kíkti samt fyrst á póstinn minn í tölvunni og auðvitað var góð afmæliskveðja frá Eddu Garðars, sem aldrei gleymir vinkonunni sinni.Guðbjörg og Magnús … Continue reading

2 Comments

Enginn gleymdur.

Hér er svona smá viðbót við helgarfærsluna um frænkuhittinginn. Það voru nefnilega tvær frænkur sem ég nefndi ekki. Ég hef nú afsökun af því þær búa svo langt í burtu að þær eiga þess ekki kost að mæta þegar við hittumst. Erna býr … Continue reading

1 Comment

Loksins komnar inn nokkrar myndir.

Já, loksins er ég búin að koma inn myndum sem ég tók fyrr í haust. Nokkrr þegar við vorum að flísaleggja og  aðrar sem við tókum þegar við Sigurrós, Guðbjörg og Magnús Már  fórum ásamt Karlottu og Oddi í sumarbústaðinn að … Continue reading

2 Comments

Viðburðarrík helgi.

Já það er mikið búið að vera í gangi þessa helgi. Í gær var haldin mikil hátíð í Lista- og meinningarverstöðinni á Stokkseyri til heiðurs mági mínum Jóni Inga. Það fór ekkert á milli mála að hann er elskaður og dáður fyrir … Continue reading

3 Comments

Fallegt heimili nágrannakonunnar.

Í morgun fórum við systurnar í heimsókn til nágrannakonu okkar Steinunnar, sem býr á móti mér hérna í Sóltúninu en hún var búin að bjóða okkur að líta inn hjá sér. Hún er með okkur í vatnsleikfiminni, ein af okkur … Continue reading

1 Comment

Stuttmyndir.

Daginn í dag byrjaði ég á því að vera í biðröð í tæpan klukkutíma til að fá nagladekkin undir bílinn. Og ég sem hélt að ég væri sú eina sem væri svona taugaveikluð að láta setja nagladekkin undir áður en … Continue reading

1 Comment

Enn og aftur.

Ég var að tala um það eftir helgina hvað það er nú gott að eiga góða að. Í gær þegar ég var búin að fara í vatnsleikfimina, skrapp ég  í Grundartjörnina að smakka á afgöngum frá saumaklúbbnum sem Guðbjörg var … Continue reading

2 Comments