Monthly Archives: október 2005

Í bústað í vetrarfríinu.

Á fimmtudaginn fór ég með Guðbjörgu, Magnúsi Má og krökkunum í kennarabústað á Flúðum í vetrarfríinu í skólanum. (allar myndirnar)Haukur var fjarri góðu gamni eins og svo oft þegar ég vildi svo gjarnan hafa hann hjá mér, en Ál-frúin hefur betur og heldur … Continue reading

6 Comments

Kæra dagbók!

nú tek ég mér smá frí frá þér.  Ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið og líka ykkar sem kíkið reglulega í heimsókn til mín, en ef Guð lofar þá kem ég nú aftur strax eftir helgi svo kannski … Continue reading

4 Comments

Yfir 40 ára saga úr saumaklúbbnum.

Svona í framhaldi af því sem við vorum að spjalla  í saumaklúbbnum á laugardaginn, en nú erum við orðnar svo "gamlar" stelpurnar að við erum farnar að rifja ýmislegt upp, þá ætla ég að koma með eina góða sögu af … Continue reading

8 Comments

Kvennafrídagurinn.

Ég tók nú ekki þátt í kvennafrídeginum eins og til var ætlast, frekar en fyrir 30 árum. Ég var hinsvegar löglega afsökuð þá þar sem ég bjó í Englandi. Ég hef nú aldrei verið nein Rauðsokka, enda heppin með vinnuveitendur á … Continue reading

4 Comments

Atburðir helgarinnar…

Já, hefst þá lesturinn. Ég ók sæl og glöð yfir Hellisheiðina og nýja veginn í bæinn á föstudaginn og beint í gamla hverfið mitt sem er nú nýja hverfið hans Hauks. Fyrsti stans var hárgreiðslustofan á Laugarásveginum. Hárgreiðslukonan sem ég var … Continue reading

2 Comments

Góða helgi

Nú er björt og falleg helgi framundan.  Ég ætla að breyta um umhverfi fram á sunnudag og reglulega njóta þess. Ég er komin með langa dagskrá yfir það sem gera skal þessa helgi og allt er það  eitthvað skemmtilegt sem ég … Continue reading

2 Comments

Sumir betri en aðrir.

Það er með dagana eins og mannfólkið, að allir eru góðir en óhjákvæmilega eru sumir betri en aðrir. Ég fékk langt og  skemmtilegt símtal í morgun sem ég var mjög ánægð með og var gott upphaf á góðum degi.   Síðan hringdi besta vinkona … Continue reading

1 Comment

Á dyrapallinum.

Um klukkan hálf ellefu í morgun hringdi hjá mér dyrabjallan. Ég bjóst hálfpartinn við að þar myndi nágrannakona mín standa, sem hafði talað um að líta inn hjá mér einhvern morguninn.  Ekki var það nú hún. Þórunn og Palli stóðu … Continue reading

2 Comments

Í nöldurgírnum.

Hvað finnst ykkur um það að útvarpsstjóri þiggi yfirvinnugreiðslur fyrir að lesa fréttir á ríkissjónvarpinu og meira að segja auglýsingar um dagskrá líka? Páll Magnússon er auðvitað með myndarlegri mönnum og áheyrilegur er hann líka enda er það ekki ástæðan fyrir … Continue reading

Posted in Helstu fréttir. | 5 Comments

Gömludansar og ádrepa á Selfossbúa.

Jæja, þá er nú helgin á enda. Þetta hefur verið mjög góð helgi þó að rétt í þessu sé ég að þurrka af mér skælurnar eftir að horfa á síðasta þáttinn af Breska myndaflokknum Norður og suður á RUV. Hvílík … Continue reading

3 Comments