Í nöldurgírnum.

Hvað finnst ykkur um það að útvarpsstjóri þiggi yfirvinnugreiðslur fyrir að lesa fréttir á ríkissjónvarpinu og meira að segja auglýsingar um dagskrá líka?

Páll Magnússon er auðvitað með myndarlegri mönnum og áheyrilegur er hann líka enda er það ekki ástæðan fyrir vangaveltum mínum.  Þegar ég hinsvegar heyrði að hann fengi sérstaklega greitt fyrir þetta þá fór ég að hugsa um þá fréttamenn sem eru í fullu starfi sem slíkir og fá laun samkvæmt því og myndu kannski þiggja að fá  þessa yfirvinnu  til að auka tekjur sínar.

Nú vil ég taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvort fréttamenn hjá RUV eru á háum eða lágum launum og það sem meira er, kannski eru þeir guðsfegnir því að geta unnið minna sem þessu nemur. Ég hef bara verið að velta þessu fyrir mér og þegar ég heyrði dagskrárauglýsingu lesna af útvarpsstjóra í sjónvarpinu áðan, þá datt mér í hug að heyra álit annarra á þessu.    

Svo lofa ég að fara út nöldurgírnum. Ég var að átta mig á því að þetta er önnur nöldurfærslan í röð hjá mér.  Hvað er eiginlega í gangi?   Undecided

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

5 Responses to Í nöldurgírnum.

  1. afi says:

    Úr því að yfirfréttastjóri RÚV les féttir þótt segja megi að ýmsir gætu gert það betur, því þá ekki útvarpsstjórinn? Hvað sem öðru líður er hann sýnilegri með þessum hætti.

  2. Ragna says:

    Ragnar Reykás.
    „Elsku kallinn minn, maður má náttúrulega skipta um skoðun og svoleiðis“
    Já, útvarpsstjóri er alla vega ekki á stalli fyrir ofan starfsfólkið á meðan hann er að starfa með því. Mikið rétt. Þetta er bara nýi tíminn en sjálf er ég svo gamaldags.

  3. afi says:

    Skoðun
    Ekki þar fyrir að afa finnst ótækt að yfirmenn séu að troða sér í störf sem undirmenn sinna betur. Og svo taka þeir yfirvinnuna af þeim lægra launuðu. Ja, svei.

  4. afi says:

    Útrás
    Spurt er: Hvað er eiginlega í gangi? Bara nöldur á nöldur ofan. Stundum þarfa að opna út til að hleypa hreinu lofti inn. Ekki birgja allt inni. Ekki satt?

  5. Ragna says:

    Ragna ragnar – Allt búið.
    Jú svo sannarlega er það satt enda líður mér mun betur núna.

Skildu eftir svar