Monthly Archives: febrúar 2007

Magnað sólarlag í kvöld.

Mér brá þegar ég leit út um stofugluggann í kvöld um klukkan sjö og sá hvernig himininn leit út. Það er best að hver dæmi fyrir sig, en ég verð að játa að mér fannst þetta hálf óhugnanlegt.

5 Comments

Hugsæti

Mikið rakst ég á skemmtilega klausu í Fréttablaðinu s.l. sunnudag en þar skrifar Njörður P. Njarðvík um íslenskt mál. Yfirskriftin er Hljóðfæri hugans.  Þar greinir hann frá því að hafa fundið upp nýyrðið hugsæti. Merking orðsins er sú að einhver … Continue reading

Leave a comment

Baðferðin eftirminnilega.

Ég var að kíkja yfir dagbókarfærslurnar mínar þegar ég sá að ég birti aldrei þessa færslu svo ég skelli henni bara á ykkur núna þó nokkuð sé um liðið síðan þetta gerðist.   Ég sagði ykkur frá raunum mínum á ljósastofunni … Continue reading

5 Comments

Eftirvæntingin eykst.

Nú er bara rúmur hálfur mánuður þangað til barn Sigurrósar og Jóa á að fæðast.  Ég var því fegin á föstudaginn að vera orðin mun betri af flensunni og gat farið með Guðbjörgu, Karlottu og Ragnari í bæinn, en Guðbjörg var … Continue reading

6 Comments

Lítið bloggað hér á bæ undanfarið.

Ég er búin að vera með einhverja fjárans pest svo lengi, eða mér finnst það lengi í 11 daga. Stundum vildi ég bara að ég fengi almennilegan hita í tvo til þrjá daga og fari svo að smá lagast en ég … Continue reading

4 Comments

Konudagur.

Haukur var rétt ófarinn í bæinn í dag þegar hann sagðist aðeins þurfa að skreppa frá og eftir nokkra stund birtist hann með  svo fallegan blómvönd handa mér og gjafakort á matsölustað og í klippingu. Hann vildi ekki að ég … Continue reading

6 Comments

Helgarkveðja frá Lasarusi

Ég hef verið hálfgerður Lasarus eins og fleiri, megnið af vikunni og því ekkert sett inn á bloggið mitt. Ég vona að eftir helgina verði ég komin í betra stand og komi þá tvíefld til baka. Af því nú er … Continue reading

2 Comments

Með vor í hjarta á föstudegi í febrúar.

Það var fallegur dagur i dag. Hitinn var um frostmark, sólin skein og það var alveg logn. Ég ákvað að opna úr þvottahúsinu og út á pallinn, síðan sótti ég mér stól og settist í gættina. Það var yndislegt að … Continue reading

7 Comments

Staðfestingin.

"Sko þetta vissi ég" sagði Haukur þar sem hann sat og las Moggann við morgunverðarborðið í gærmorgun. Í Mogganum á bls. 23 blasti við stór fyrirsögn "Hófleg áfengisneysla gegn gigt". Fyrsta málsgreinin er þannig: "Heilsusamleg áhrif hóflegrar áfengisneyslu geta náð til … Continue reading

3 Comments

Montin amma.

Ég las um það í dag að skólar á suðurlandi hefðu verið neðarlega í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar. Ég er þeim mun montnari af henni Karlottu minni sem fékk háar einkunnir í öllu og m.a. 10 í öllum … Continue reading

4 Comments