Monthly Archives: september 2005

Loftur á afmæli í dag.

Í dag á hann mágur minn Loftur Þór (t.h.) afmæli. Ég hef þekkt hann síðan hann var smástrákur – núna er hann bara strákur –  og óska ég honum hjartanlega til hamingju með daginn. Ég var búin að reyna að … Continue reading

7 Comments

Miðvikudagar hálftímadagar.

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í skólavist ömmu. Við erum búin að leira, spila og lesa í Bróðir minn Ljónshjarta, svo eru börnin búin að lesa fyrir ömmu. Já það er alltaf nóg að gera. En í … Continue reading

Leave a comment

Alltaf endar nú allt vel.

Jói tók málið í gegn hjá sér í Kóavoginum í gær svo tengdó á Selfossi gæti sett inn myndirnar sínar í dag. Já þessi tækni er alveg mögnuð og gaman fyrir þá sem eru ungir í dag að kunna á þessu öllu skil. Nú … Continue reading

2 Comments

Stundum ganga hlutirnir ekki upp.

Veðrið í dag var allt of yndislegt til þess að vera innanhúss Ég og myndavélin mín ákváðum því að skreppa á Stokkseyri og athuga hvort ekki finndist eitthvert myndefni þar í fjörunni.  Mikið rétt það var af nógu að taka þar. … Continue reading

2 Comments

Ömmuvika og ný gleraugu.

Þá er þessi ágæta vika á enda. Fyrsta vikan sem ég er með ömmubörnunum eftir skóla. Reyndar þurfti ég að byrja vinnuferilinn á því að fá frí í tvo daga til að fara í bæinn, en hér eftir verða allir … Continue reading

1 Comment

Loksins tókst það.

Já loksins tókst mér að koma mynd hérna inná. Þetta er nú bara ein af mörgum myndum sem sýna útsýnið hjá honum Hauki mínum eftir að hann flutti um síðustu helgi. Eitthvað verður hann að hafa til að horfa á … Continue reading

3 Comments

Komin aftur.

Mikið er nú gott að vera komin með dagbókina sína aftur. Það er líka mikil heppni í óheppninni að engin gögn skyldu tapast þegar tölvudiskurinn hjá vefþjónustunni hrundi. Takk Jói minn fyrir að koma okkur hjá betra.is aftur á réttan kjöl. … Continue reading

2 Comments

Oft leitað langt yfir skammt.

Já, það er oft sem manni hættir til að leita langt yfir skammt. Ég kom inn í sjónvarpsholið hjá mér í kvöld og tók þá eftir því að sólin endurvarpaði mynd af blómum sem ég er með þar í vasa … Continue reading

5 Comments

Aðeins öðruvísi.

Já nú eru dagarnir hjá mér með aðeins öðru sniði en verið hefur. Í fyrra kom Karlotta til mín eftir skóla tvo daga í viku, en nú er Oddur líka byrjaður í skólanum. Þau hafa verið á skólavist eftir að … Continue reading

Leave a comment