Komin heim…

Sigurrós skrifar:

Þetta er nú meira ástandið á þessu heilbrigðiskerfi okkar. Mamma var sum sé send heim í dag, nákvæmlega tveimur sólarhringum eftir að hún kom úr aðgerð þar sem heill líkamspartur er fjarlægður! Það stendur nú í pappírunum sem hún hafði fengið í hendurnar að konur ættu að vera á sjúkrahúsinu í 3-5 sólarhringa eftir svona aðgerð en nú er sum sé búið að minnka það formlega niður í 2 sólarhringa ef allt hefur gengið vel. Konurnar síðan sendar heim með drenið sem þær þurfa sjálfar að passa. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta alveg út í hött.

En það er ekki við hjúkrunarfólkið sjálft að sakast, mamma sagði að allir á kvenlækningadeildinni hefðu verið yndislegir við sig og sinnt sér mjög vel, það er bara þessi blessaður niðurskurður (þó opinbera skýringin hafi samt verið að það sé nefnilega meiri sýkingarhætta á spítalanum svo það sé bara best að komast heim…).

Hún ætlaði auðvitað á sjúkrahótelið eftir að spítalavist lauk, eins og ég sagði ykkur í gær, en það er ennþá allt uppfullt þar. Við erum að vona að þegar hún mætir í tékk á spítalann á morgun til að mæla magnið í dreninu, þá verði kannski búið að losna eitthvað þar og hún komist inn þrátt fyrir allt.

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

4 Responses to Komin heim…

  1. Anna Bj. says:

    Hreint alveg ótrúlegt !!!!!

    Fyrirgefið, en mér finnst þetta ekki hægt, óboðlegt!

    Elsku Ragna, mínar allrabestu óskir um áframhaldandi góðan bata og guð verndi þig og þína. Knús og koss. Þín vinkona Anna Bj.

  2. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Alveg er maður gáttaður hvernig þetta gengur fyrir sig í heilbrigðiskerfinu. Ragna mín velkomin heim og vonandi losnar pláss á sjúkrahótelinu sem fyrst. Farðu vel með þig. Stórt knús til þín.
    Kær kveðja
    Hafdís.

  3. Hildur says:

    Elsku Ragna
    Bestu batakveðjur

  4. Undir venjulegum kringumstæðum með sjúkrahótelið er alveg í lagi að fara á öðrum degi af spítalanum, en það er ekki boðlegt að senda sjúklinginn heim. Sjúkrahótelið hefur á sumrin mun færri herbergi og það flæðir inn sjúklingum. Þarna er brotalöm. Innilegar batakveðjur frá okkur Bróa.

Skildu eftir svar