Gleðifréttir dagsins. Jibbí.

Jibbí!  Ég vissi að það borgaði sig að vera jákvæð allan tímann og taka ekki út neinar áhyggjur fyrirfram.

Ég hitti sem sagt lækninn í dag .  Hann gaf mér góða einkunnog sagði að það hefði verið góð ákvörðun hjá okkur að taka allt brjóstið því í því var 4 cm æxli ( sem upphaflega var álitið 2 cm.) og svo var annað á öðrum stað og annarri sort, en það var aðeins 2 mm og hefði alls ekki sést á mynd.  Nú hefur hins vegar allt verið fjarlægt með hreinum skurði  og  eitlarnir fimm undir hendinni komu líka hreinir út.   Nú þarf ég því bara að vera undir góðu eftirliti og  taka eina hormónatengda töflu á dag í 5 ár.  Mikið vildi ég að engin kona þyrfti að fara í gegnum meiri meðferð en svona, en því miður er það nú ekki mitt að fá að ráða því.

Ég er hins vegar mjög ánægð og hvílíkt þakklát. Þakklát forsjóninni fyrir að hnippa í mig en fella mig ekki, þakklát ykkur öllum fjölskylda mín og vinir fyrir allan ykkar góða stuðning.  Þakklát lækna- og hjúkrunarteyminu sem hefur annast mig  Ég vil helst að brjóstamóttakan og þau öll á 10E  fái sæmda Fálkaorðu því þar fer hvílíkt einvalalið.

Nú er ég eins og ég hafi unnið Oscars verðlaunin, nema hvað þetta er miklu mikilvægara.

Betri fréttir gat ég ekki fengið.  Nú er Haukur búinn að bjóða mér út að borða og við ætlum að njóta góðu fréttanna alveg til hins ítrasta.  Best að fara að búa sig.

Njótum öll helgarinnar eins vel og hvert og eitt okkar er fært um.

 

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

16 Responses to Gleðifréttir dagsins. Jibbí.

  1. Eiríkur says:

    Vá!! Frábært :o) þetta eru bestu fréttir sem hægt var að hugsa sér, nú hlakkar okkur bara til að hitta ykkur í sumar :o) kveðja frá Danmörku

  2. Stefa says:

    Elsku Ragna,

    ég sit með tárin í augunum af gleði – þetta er sannarlega dagur til að samgleðjast þér! Innilegustu hamingjuóskir með þessar gleðifréttir 😀

    *Knús*
    Þín Stefa

  3. Dandý says:

    Didda mín frábært:)

  4. Sigurrós says:

    Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir, elsku mamma mín. Ég er búin að vera alsæl yfir þessu síðan þú hringdir 🙂
    Njóttu þess að fara út að borða, þú svona líka glimrandi fín eftir lagninguna hjá Hrefnu í dag 🙂

  5. Bára says:

    Elsku Ragna! Innilega til hamingju með þessar gleðifréttir. Ég vona að þú njótir þín í kvöld og alla daga. Kær kveðja, Bára (hefðarkona;)

  6. þórunn says:

    Ég veit varla hvað ég á að segja, ég samgleðst þér svo innilega, veit að þessar fréttir eru ykkur öllum miklu betri en nokkur Oscars-verðlaun. Þau eru bara hjóm hjá þessu.
    Njótið vel matarins og góðu fréttanna.
    Bestu kveðjur frá okkur Palla.

  7. Svanfríður says:

    Oh elsku Ragna!!!!! Ég sit hér með gleðitár í augunum og segi VEI hátt og snjallt. Þú ert svo dugleg, veistu það? Knús á þig og njóttu kvöldsins með Hauki.

  8. Mín kæra…I knew it!!!!! Takk fyrir spjallið áðan.

  9. Anna Bj. says:

    Ég er svo glöð, Didda mín, innnnnnnnilega til hamingju með útkomuna. Ég þakka guði og bið að hann gefi þér gott framhald. Bestu kveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar. Húrra, húrra, húrra. Takk fyrir spjallið.

  10. Katla says:

    Glaðari en orð fá lýst! Hjartanskveðjur kæra vinkona : *

  11. Helga Þorsteinsdóttir says:

    Frábært Ragna mín að lesa þetta. Gangi þér áfram svona vel,var aldrei í vafa um gott gengi því þú ert kjarnakona

  12. Björk says:

    Þetta eru bestu fréttir sem hægt er að fá í svona aðstæðum. Það er ekki spurning að jákvæðnin borgar sig. Til hamingju með þetta og njóttu helgarinnar vel.

  13. Hildur says:

    Elsku Ragna, aldeilis frábærar fréttir af þér. Kærar kveðjur til þín og fjölskyldunnar

  14. Ragna says:

    Kærar þakkir fyrir allar góðu kveðjurnar, bænirnar og hvatninguna fyrir og eftir aðgerð. Þær hafa verið mér ómetanlegar í baráttunni og ég er ekki í vafa um að það sé ekki síst þeirra vegna sem ég gat birt þessar góðu fréttir núna. Nú þarf ég bara að safna orku og koma blóðþrýstingnum í jafnvægi því hann er ekki viss um það hvort hann vill vera hár eða lágur. Ég verð að koma honum í skilning um að hann á bara að halda sér á miðjunni en falla ekki niður þegar ég stend upp, því eitt er víst að ég er ekki ófrísk svo það er óþarfi að láta mig fá aukaverkanir ófrískra kvenna. –
    Njótum öll þjóðhátíðardagsins á morgun 17. júní. Kær kveðja til ykkar allra.

  15. Dásamlegt Ranga mín. Til hamingju með þetta og við Einar hlökkum til að sjá þig.

  16. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Ragna mín innilegar hamingjuóskir, þetta er dásamlegt að heyra.Þú ert búin að vera svo jákvæð og sterk í gegnum þetta alltsaman það hefur örugglega haft sitt að segja.

    Kær kveðja
    Hafdís B.

Skildu eftir svar