Á morgun …

Veii!!!, nú er komið að því að þenjarinn verður tekinn úr þrjóstinu á mér á morgun. Nú er búið að þenja út vefi og skinn og  saltvatni verið bætt á reglulega í sumar og nú er komið að því að ég fæ ég eitthvað varanlegt og  mjúkt í staðinn. Eins og er finnst mér ég vera með stærðar grjóthlunk framan á mér og hitt greyið fylgist bara álútt með öllum ósköpunum. Nú verður hins vegar breyting  á þegar ég verð búin í aðgerðinni í fyrramálið.  Ekki hef ég yfir neinu að kvarta í þessu ferli mínu, því það er bara dásamlegt heilbrigðisstarfsfólk sem hefur komið að þessu og tel mig hvílíkan lukkunnar pamfíl að hafa ekki þurft á ströngum kúr að halda í sumar. Ennþá tek  ég bara einn dag í einu og á eftir fer ég í blóðþynningarsprautu, svo eru það sótthreinsdunarböðin bæði í kvöld og klukkan 6 í fyrramálið, því ég á að mæta á spítalann klukkan 7 alveg gjörsamlega sótthreinsuð utan og innan  og vitanlega verð ég búin að hreinsa og efla sálina líka. Ég er svo fyrst á dagskránni hans Kristjáns Skúla klukkan  klukkan átta.

Allt er þetta þó háð því að kvefið sem ég er með í kinnholunum, nefinu og aðeins í hálsinum fari ekki út í astma eins og oftast þegar ég fæ kvef, því það er ekki gott að fara þannig í svæfingu. Læknir á spítalanum vildi endilega gera svo vel við mig í gærmorgun að setja mig á alveg rótsterkt fúkkalyf, það alsterkasta sem ég hef nokkurn tíman fengið í töfluformi og ég tók strax eina töflu fyrir hádegið.  Upp úr miðjum degi fór mér síðan að líða svo  illa og endaði á því að spúa upp og niður þangað til ég var gjörsamlega búin að vera og blóðþrýstingurinn kominn eina ferðina enn upp að 200.  Ég hringdi þá aftur í sama lækni og hafði látið mig á þetta lyf og  spurði hvort ég ætti nokkuð að taka fleiri töflur af þessu.  „Þú ferð bara beint á Bráðavaktina í Fossvoginum“ var svarið sem ég fékk  – ég maldaði í móinn, en sá að ég yrði að gegna.  Ég þurfti lítið að bíða á biðstofunni  því hann var búinn að hringja þangað á undan mér og mikið var ég fegin því að hafa farið, því  ég fékk vökva í æð og leið þá betur og fékk síðan aðeins volgru í kroppinn í lokin, en ég var búin að skjálfa undir sænginni hjá þeim þarna  því mér bara ætlaði ekki að hlýna. Svo fór ég heim með það að við yrðum bara að  vona  að  allt gangi vel án fúkkalyfsins og svo verð ég metin aftur á eftir þegar ég fer í blóðþynninguna.

Nú krossa ég bæði fingur og tær og allt hitt og vona að ég komist í þessa fyrirhuguðu aðgerð í fyrramálið svo ég þurfi ekki að  bíða í langan tíma eftir að það komi að mér aftur, því blessaður skurðlæknirinn er með hvern tíma skipulagðan og ekki  auðveltt að bæta neinu þar inn á milli.  Ég er nefnilega því miður svoooo  langt, langt frá því að vera sú eina í svona ferli.  Ég tel mig bara eina af þessum lánsömu.

Af því að ég er svo sjálfselsk, þá finnst mér svo gott að vita þegar ég fer í svona aðgerði, að ég hafi  með mér góðar hugsanir og bænir vina minna. Það hefur alltaf reynst mér svo vel og aldrei brugðist 🙂

Þar til næst knús á ykkur öll.

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

15 Responses to Á morgun …

  1. Guðbjörg says:

    Þú hefur að minnsta kosti mínar fallegu hugsanir með þér mamma mín, verð í næsta nágrenni og sendi góða strauma. GAngi þér vel og ég elska þig 🙂

    Kv

    Frumburðurinn

  2. Guðbjörg Stefáns says:

    Sendi þér hlýja og góða strauma. Gangi þér sem allra best mín kæra. Bestu kveðjur.

  3. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Gangi þér sem allra best Ragna mín, sendi þér allar mínar bestu óskir og kveiki á kerti.

    Bestu kveðjur

    Hafdís B

  4. þórunn says:

    Þú færð alla góða strauma og bænir sem ég á. Gangi þér vel á morgun.

  5. Erna frænka says:

    Bestu kvedjur fra okkur elsku Didda min. Kanski er tetta eithvad ættgengt ofnæmi fyrir fukkalyfjum eins og vid Sandra erum med. Hugsa til tin a morgun og bid videigandi engla adstoda ykkur vid adgerdina . Godt nott og sofdu rott .

  6. Katla says:

    Allir puttar og tær í kross hér. Hugsa til þín með hlýju.

  7. Ragna says:

    Kærar þakkir fyrir allar góðu kveðjurnar, nú fer ég róleg að sofa og veit að ég er umvafin góðum óskum í fyrramálið. Góða nótt.

    Hér eru kveðjurnar sem eg fékk á Facebook og þakka ykkur sem voru að hringja til mín í kvöld.

    Hulla Dan Jensen Gangi þér rosalega vel Ragna mín <3
    Knús og kossar
    fyrir 5 klst. síðan via mobile · Líkar ekki við · 1

    Svanfríður E.Arnardóttir Gangi þér vel elsku Ragna.
    fyrir 5 klst. síðan via mobile · Líkar ekki við · 1

    Borghildur Hauks Gangi þér sem best á morgun elsku Ragna, hugsa til þín <3
    fyrir 5 klst. síðan · Líkar ekki við · 1

    Svanhvít Ásmundsdóttir Gangi þér vel Didda mín:)
    fyrir 4 klst. síðan via mobile · Líkar ekki við · 1

    Rut Magnúsdóttir Gangi þér sem best á morgun Didda mín, knús og kossar frá okkur;-)
    fyrir 3 klst. síðan via mobile · Líkar ekki við · 1

    Hrafnhildur Sverrisdóttir Gangi þér vel Didda mín;)
    fyrir 3 klst. síðan · Líkar ekki við · 1

    Ingibjorg Berglind Arnarsdóttir Gangi þér vel og Guð veri með þér 🙂
    Fyrir um klukkustund · Líkar ekki við · 1

    Sigurrós Jóna Oddsdóttir Gangi þér vel, elsku mamma <3 Það verður gott þegar þú verður búin að klára þetta dæmi.
    Fyrir um klukkustund · Líkar ekki við · 1

    Stefanía Ragnarsdóttir Bestu vel-lukku-óskir með morgundaginn Ragna mín – hugsa til þín og vona að allt fari á besta veg.
    Fyrir um klukkustund · Líkar ekki við · 1

  8. Selma says:

    Elsku Didda mín ,sendi þér góða strauma og gangi þér vel.

  9. Anna Bj. says:

    Elsku Ragna mín, megi guð og góðir englar vera með þér á morgun í aðgerðinni svo og alltaf, og styrkja líka lækninn, sem gerir aðgerðina. Knús og kyss.

  10. Guðlaug Hestnes says:

    Nú gengur þér vel mín kæra…..ég segi svo, og hana nú frá okkur bestimann

    ,

  11. Ragna says:

    fyrir 6 klst. síðan · Líkar ekki við · 1

    Eygló Rúnarsdóttir Gangi þér vel, Ragna mín.
    fyrir 6 klst. síðan · Líkar ekki við · 1

    Elísabet Halldóra Einarsdóttir Gangi þér sem allra allra best elsku frænka.
    Fyrir 16 mínútum · Líkar ekki við · 1

  12. Ragna says:

    Það er svolítið skrýtið form á því sem ég flyt af Facebook hingað inn. En mér finnst gott og gaman að halda utanum þær kveðjur einnig hérna á síðunni minni.

  13. Sigurrós says:

    Jæja, gott fólk. Aðgerðin í morgun gekk vel og mamma virtist sæmilega hress þegar ég heyrði í henni í síma. Vildi bara láta ykkur vita 😀

  14. Takk Sigurrós, og skilaðu hjartans kveðju.

  15. Ragna says:

    Ástarþakkir til ykkar allra. Það er ekki síst ykkur að þakka þegar allt gengur svona vel.

Skildu eftir svar