Kærar þakkir.

Kærar þakkir fyrir góðu kveðjurnar og óskirnar ykkar  kæru vinir og vandamenn. Þær virkuðu sko vel eins og alltaf.  Já mér finnst eitthvað svo traust og gott að hafa svona góðar óskir með mér þegar ég fer í aðgerðir  –  Alveg ómetanlegt og gerir mig svo pollrólega því ég trúi því að allar góðu kveðjurnar og bænirnar ykkar láti allt ganga vel –  og ennþá hefur það alltaf gengið eftir.

Nú er ég komin heim, reyndar aftur með blessuð drenin, en ég vonast til þess að ég verði ekki með þau eins lengi í þetta skiptið og ég var í vor. Ég á að hafa hægt um mig fyrst um sinn og mæta í tékk daglega meðan ég er með drenin. Það er svo gott að vera að komast a lokasprettinn í þessu ferli sem hófst í byrjun sumars. Bara tveir mánuðir eftir að jafna mig á þessu og takast svo á við lyfið sem ég á að taka í fimm ár eftir áramótin  „Den tid den sorg“.  Ég tekst á við það og það gengur örugglega vel líka.

Það er gott að vera búin að klára aðgerðirnar og blessaður skurðlæknirinn hann Kristján Skúli lofaði mér því, að þó að þetta eigi að taka tvo mánuði að verða gott, þá gæti ég hlakkað til þess að geta verið fín um jólin án þess að vera strekkt í kotinu sem ég hef verið í sumar og haust og verð í fram að jólum.

Á nýju ári byrjar svo nýr kafli í sögunni og sá kafli á að fjalla um að byggja sig upp eftir þetta allt, komast í ræktina, dansa og  syngja og njóta þess að vera til.  – Ég segi enn og aftur að ég er lukkunnar pamfíll og ætla að vera það áfram.

Ég  þakka ykkur enn og aftur dásamlegu vinir mínir fyrir kveðjurnar ykkar.

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

9 Responses to Kærar þakkir.

  1. þórunn says:

    Mikið var gott að heyra þetta Ragna mín. Ég er viss um að framhaldið verður líka gott, það er svo mikils virði að vera bjartsýn og svo hjálpa góðar kveðjur og hugsanir líka.
    Bestu kveðjur frá okkur Palla.

  2. Til lukku mín kæra með þetta stóra skref, og farðu nú vel með þig. Heyrumst með kærri kveðju frá okkur Bróa

  3. Edda bJónsd. says:

    Gott að heyra að þú ert komin heim og allt gangi svona vel. Lofa þér að hvíla þig vel áður en ég hringi í þig næst. Var að velta fyrir mér þessu með kotið ! Mundi í fyrstu ekki eftir neinu nema frekar fátæklegu húsnæði !! Gott að þú kemst úr kotinu fyrir jól.

  4. Sigurrós says:

    Það er svo gott að þetta skuli allt vera að ganga svona vel. Það er hægt að komast langt á bjartsýninni, það er augljóst 🙂 Stórt knús til þín, elsku besta mamma mín!

  5. Anna Bj. says:

    Njóttu heil, elsku vinkona. Fylgjumst vel með þér í bataferlinu. Kyss og knús.

  6. Ragna says:

    Ha,ha, Edda mín hef ég ekki sýnt þér kotstrekkinnn sem ég er búin að vera í í allt sumar. Að öðru leyti er sko ekkert í kot vísað hjá mér.

  7. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Velkomin heim Ragna mín. Gott að þetta er búið og vonandi gengur nú allt vel með framhaldið, ég er alveg viss um það. Þú ert svo jákvæð og dugleg. Knús í húsið:)

    Bestu kveðjur

    Hafdís B.

  8. Katla says:

    Flotta kona, þú ert þinn eiginn lukkunar pamfíll með þína óbifandi jákvæðni. Og nei, ég er ekki að segja að þú sért feit þó ég hafi kallað þig fíl (pam-fíl). 😀

  9. Ragna says:

    Ha,ha Katla mín það myndi enginn trúa þér núna ef þú segðir að ég væri feit því ég er að berjast við að missa ekki fleiri kíló en ég hef þegar misst. En Pamfíll er ég og ætla mér að vera áfram .

Skildu eftir svar