Author: Ragna

  • Það er hægt – Látlausu jólin mín.

    Yfirskriftin er “Það er hægt”  –  Já það er hægt að halda jól án þess að allt sé sett á annan endann og stressa sig upp úr öllu valdi og það sem meira er, það eru bestu jólin. Það var skrýtið að eiga að fara að halda jól í öðru landi.  Jólaskrautið var allt heima…

  • Í skóinn.

    Já nú er aðal annatíminn kominn hjá jólasveinunum. Ég áttaði mig á því í gærmorgun þegar ég kom til að vera aðeins hjá  litlu ömmustelpunum mínum.  Þegar ég kom til þeirra þá sýndi  Ragna Björk mér litla skrifblokk og teygjurnar sem hún var með í hárinu og sagði hreykin að Stekkjastaur hefði gefið sér þetta.…

  • Ha,ha,ha.

    Mér datt í hug svona í gamni hvort það væri hægt að þýða bloggið mitt yfir á ensku í Google  Útkoman var svona eins og þegar útlendingar, sem ekki hafa ensku  að móðurmáli og kunna hvorki ensku né íslensku, eru að reyna að tjá sig á enska tungu.  Ég ætla því ekki að benda henni…

  • Alveg alsæl.

    Nú er ég búin að  skrifa  ensku vinum mínum og  ganga frá því sem á að fara til útlanda og senda sumt  og frímerkja allt saman, svo nú er bara að setja í póstkassa einhvern daginn. Eins og það er gaman að búa til og skrifa á jólakortin þá er það þessi frágangur í lokin…

  • Maturinn fyrir jól í öðru landi.

    Þessi minning skýtur upp kollinum hjá mér alltaf þegar jólin nálgast eins og fleiri frá þessum tíma.  Þetta var í Englandi 1975.  Eflaust hef ég sagt frá þessu áður, en ég segi þá bara frá því enn á ný,  á nýja blogginu mínu. Þegar fór að nálgast jólin fór ég að kíkja eftir hamborgarhrygg, en…

  • Er ekki lífið dásamlegt !

    Það er ennþá rökkur,en þegar ég lít út um gluggann blasa hvarvetna við ljósaskreytingarnar hérna í kring. Mér sýnist svolítið snjólegur himininn svo ég gæti trúað því að það eigi eftir að snjóa eitthvað í dag. Klukkan er rétt rúmlega níu um morgun, ég er búin að kveikja á kertum, setja á kaffikönnuna og nokkrar…

  • Góðan og blessaðan dag.

    Í stað þess að vera eitthvað að myndarskapast þá sest ég hérna við tölvuna.  Tilgangurinn var reyndar góður í upphafi því ég ætlaði að fara að skrifa bréf til vina minna í Englandi, en ég kem mér ekki með nokkru móti í gírinn til þess að byrja á því.  Ég  settist því niður í stofunni…

  • Minningarflakk á aðventu.

    Það fer ekki hjá því að á þessum árstíma lætur maður hugann flakka til liðins tíma. Ég var að hugsa um það áðan þegar ég var að setja súkkulaðið yfir Sörurnar hvað við nútímakonurnar erum nú almennt vel tækjum búnar og allt er svo einfalt og fljótlegt. Ég sá hana móður mína fyrir mér þar…

  • Farin að aðventast.

    Já nú er aðventan gengin í garð. Ég var ekki komin í neitt jólastuð fyrir nokkrum dögum, enda varla hægt að segja að það væri kominn vetur, hvað þá að það væru jól á næsta leyti. Mér fannst eiginlega  bara vera haust ennþá enda alltaf hlýindi og ekkert sem minnti á að aðventan væri alveg…

  • Margs ber að gæta.

    Það voru tveir textar  sem fönguðu athygli mína hjá vinum á Facebook í morgun. Fyrri textinn lætur ekki mikið yfir sér, en segir mjög mikið.  Það þarf stundum að hnippa í mann með svona ábendingum því þetta er nokkuð sem gleymist að leiða hugann að þegar allt er í góðu gengi  hjá manni sjálfum. Þessi…