Andlaus

Ég er svo andlaus eftir allt átið og kósýheitin yfir hátíðina að ég held ég verði að reyna að öðlast einhverja ritorku til þess að geta skrifað smá pistil.  það er alveg ótrúlegt hvað maður pompar niður í leti og syfju eftir svona daga.

Ég set hérna inn nokkrar myndir frá jólum þrátt fyrir það, að það var eitthvað ólag á myndavélinni og myndirnar urðu langt frá því að vera góðar.

 

Myndirnar vinstra megin eru teknar heima hjá Guðbjörgu á Aðfangadagskvöld en þær til hægri hjá mér.

Ég kom á Karlottu gamla pelsjakkanum mínum sem hefur hangið inni í skáp í einhver ár.

This entry was posted in Hugleiðingar mínar, Ýmislegt. Bookmark the permalink.

4 Responses to Andlaus

  1. Anna Bj. says:

    Fallegt borð hjá þér Didda mín, eins og alltaf. Gaman að sjá fólkið þitt og ykkur. Gleðilegt áframhald. B.k. Anna Bj.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Anna mín.

  3. Linda says:

    Mjög fallegt og girnilegt veisluborðið hjá þér og mikið svakalega er Karlotta orðin stór og falleg stúlka! Þó ég hafi aldrei séð barnabörnin þín sjálf, þá er gaman að sjá, eftir að hafa séð myndir af þeim á blogginu hjá þér, hversu stór og fullorðin þau eru orðin.

  4. Katla says:

    Mikið held ég hún Karlotta hafi glaðst yfir pelsgarmi ömmu sinnar, glæsilegur á glæsilegri stúlkunni.

Skildu eftir svar