Gleðilegt sumar.

Þá hefur veturinn látið í minni pokann fyrir sumrinu og hrökklast í burtu eftir að hafa gert okkur lífið frekar leitt með langvarandi gassagangi sínum og blæstri.
Sumardrottningin sveif svo sigurviss og brosandi inn til okkar í morgun og færði okkur sól og fallegt veður,  eftir að hafa frosið föst við vetur konung í glímu þeirra um yfirráðin.  Það er því allt útlit fyrir að við eigum gott sumar í vændum. Svo er það bara okkar að sjá til þess að dagarnir verði fallegir.

Njótum hvers dags.

Gleymum ekki að vera  þakklát, því það er ekki sjálfsagt að fá að njóta.

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

One Response to Gleðilegt sumar.

  1. Álfhildur says:

    gangi þér vel með það sem framundan er

Skildu eftir svar