Aðgerð lokið (Sigurrós skrifar)

Sigurrós skrifar:

Jæja, við systurnar erum búnar að taka að okkur að leyfa ykkur að fylgjast með hvernig gengur hjá mömmu þessa dagana. Guðbjörg verður tengiliðurinn við spítalann og ég verð síðan rafræni tengiliðurinn við ykkur 😉

Guðbjörg var að hringja uppeftir núna áðan og fékk að vita að mamma væri komin inn á vöknun. Aðgerðinni lauk 14:15 og hún tók ca. 4 klukkutíma, sem er víst eðlilegur tími í þessu.

Mamma verður líklega á vöknun þar til ca. 16 eða 17 og kemst þá niður á deild. Við ætlum svo að kíkja á hana einhvern tímann eftir það, líklega um kvöldmatarleytið.

Ég fékk sms frá mömmu í morgun, þá var hún mætt upp á spítala í sólskininu og enn jafnbjartsýn og jákvæð. Sagði að sér liði stórvel og hún sat bara og var að glugga í blöð í rólegheitum meðan hún beið eftir að komast að. Hún er auðvitað alveg ótrúleg, hún elsku mamma mín 🙂

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

4 Responses to Aðgerð lokið (Sigurrós skrifar)

  1. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Takk fyrir þetta Sigurrós. Ég bið svo innilega að heilsa hetjunni henni mömmu þinni. Hef haft kveikt á kertum hjá mér í vinnunni í dag og sendi henni allar mínar bestu bataóskir.
    Með kærri kveðju
    Hafdís Baldvinsdóttir

  2. Björk says:

    Gott að allt gekk vel og bjartsýnin á eftir að fleyta henni áfram í þessu ferli. Nú bara þarf hún á batakveðjum að halda og fær þær í stórum skömmtum frá okkur í Hraunbænum.
    Með kærri kveðju
    Björk

  3. þórunn says:

    Gott að heyra þetta, skilaðu góðri kveðju til mömmu þinnar frá Þórunni og Palla.

  4. Gott. Kysstu hana frá okkur Bróa.

Skildu eftir svar