Vöknuð

Sigurrós skrifar:

Mamma var að hringja. Hún var sum sé vöknuð og komin niður á deild. Hún hljómaði nú aðeins hressari en ég bjóst við og það var gott að heyra 🙂 Hún fékk fínan svæfingalækni sem sagðist sko gera allt sem í sínu valdi stæði til að fólki yrði ekki óþarflega óglatt þegar það vaknaði, en það hefur einmitt oft hrjáð mömmu að svæfingaefnið veldur gjarnan ógleði hjá henni. Hún er sum sé alveg laus við að vera óglatt og vonandi helst það þannig áfram.

Hún bað kærlega að heilsa öllum og þakkaði fyrir kveðjurnar og allar góðu hugsanirnar, en það gerum við systurnar einnig og þökkum ykkur fyrir að hugsa svona fallega til hennar 🙂


Comments

7 responses to “Vöknuð”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *