Fyrsti dagurinn gekk vel

Sigurrós skrifar:

Við systurnar fórum að heimsækja mömmu í kvöld og hún var furðuhress, sátt og sæl. Hún fékk reyndar einhverja mænudeyfingu í svæfingunni og hún er meira en hálfan sólarhring að fara úr, svo að það má svo sem alveg búast við því að verkirnir eigi eftir að aukast, en það er a.m.k. gott að vera ekki með of mikla verki svona fyrsta daginn.

Haukur og Edda Garðars ætla að kíkja á hana á morgun og við Guðbjörg heyrum nú í henni í síma líka. Ég get þá látið ykkur vita hvernig hún er á morgun.


Comments

7 responses to “Fyrsti dagurinn gekk vel”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *