Leyndarmálið

Eftir að hitta jákvæða og góða vinkonu í Nauthól, þar sem við borðuðum alveg rosalega fína súpu í hádeginu,  fór ég beint inn í Kringlu til þess að kaupa mér bókina Secret eftir Rhondu Byrne. Ebbu hafði verið gefin þessi bók og hún sagði mér hvað henni finndist bókin vera bæði falleg og frábær. Hún var búin að nefna þessa bók við mig áður. Ég sagði henni að ég væri búin að kíkja eftir bókinni sem rafbók á netinu, en ekki fundið. Þá sagði hún:  “ Þetta er ekki bók til þess að lesa á rafrænu formi, það þarf að hafa hana í höndunum því hún er svo falleg.“
Ég skil vel núna þegar ég er komin með bókina í hendurnar hvað hún á við, því það er sérstök tilfinning að halda á þessari bók, fletta henni og lesa. Ég er vitaskuld ekki búin að gera meira ennþá, en að fletta henni aðeins og skoða. Af  þessum stuttu kynnum, þá sýnist mér hún fjalla um það leyndarmál lífsins, að hugsanir okkar og tilfinningar  marka fyrst og fremst líf okkar.  Ég er spennt að lesa þessa bók og allar þær frásagnir sem í bókinni eru ásamt þeirri speki  og leiðbeiningum sem þar er að finna. Mikið væri svo gott að geta síðan tileinkað sér jákvæðan og fallegan hugsunarhátt.

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

3 Responses to Leyndarmálið

  1. Guðbjörg Oddsd says:

    Ég hefði getað lánað þér þessa bók 🙂 En það er kannski bara gott að þú átt eina sjálf.

  2. Ragna says:

    Þetta er bók til þess að eiga, en ekki að fá lánaða – svona bók til að hafa á náttborðinu og grípa í reglulega eftir að hafa fyrst lesið hana alveg í gegn.

  3. AnnaBj. says:

    Á hana einhvers staðar og las í ,,den“, nokkru áður en ég flutti hingað.

Skildu eftir svar