Vandamál nútímans skilgreint af Dalai Lama.

Ég var að fletta í gegnum Facebook áðan og las þá enn eina greinina sem Hjartalíf birtir. en greinin heitir  “Nútíminn er trunta” og er eftir Geir Gunnar. Greinin er góð og ber saman gamla og nýja tíma í lifnaðarháttum þjóðarinnar. En niðurlag greinarinnar  ætla ég að fá að birta hér og vona að ég sé ekki að gera rangt með því að klippa það út og birta.

Í þessum texta er vitnað i Dalai Lama sem  orðar vandamál nútímamannsins svo frábærlega með þessum orðum:

“Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga. Svo fórnar hann peningunum til að ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins. Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð. Og hann lifir eins og hann muni aldrei deyja og svo deyr hann án þess að hafa lifað.” 


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *