Nöldurskjóðan ég

Nú líður að því að við fáum að vita hverjir komast áfram í Eurovision keppnina um helgina. Mikið hefur nú þessi keppni breyst og mikið vatn runnið til sjávar síðan Dana söng " All kinds of everything". Ég gleymi því aldrei hvað hún var látlaus og yndisleg. Nú orðið snýst keppnin um allt annað en góð lög, góða texta og góðan söng. Þetta er orðið hálfgert karnival. Það er svo sem út af fyrir sig allt í lagi en þarf þá ekki að vera tvennt í gangi, annars vegar Eurovision karnival þar sem keppt er um frumlegustu persónurnar og flottustu búningana og hinsvegar Eurovision söngvakeppni þar sem keppt er um bestu, lögin, textana og sönginn. Væri það nokkuð galið? Ég er að tala í alvöru.

En í sambandi við keppnina núna þá vona ég að við skattborgarar og greiðendur áskriftargjalda hjá RUV fáum að sjá reikningsuppgjör alls pakkans vegna keppninnar í ár. Það væri fróðlegt lesning.

——————–

Ég ætlaði að koma með eitthvað rosalega jákvætt eftir neikvæðnipistilinn minn í gær og hvað kemur svo á skjáinn eftir að ég er búin að sitja góða stund og stara á hann? Já einmitt, meira nöldur. Hvað er þetta eiginlega með mig þessa dagana. Ég þarf að spyrja í næstu höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð hvort ég sé að umpólast yfir í algjöra nöldurskjóðu.

Nú býð ég bara góða nótt og vona að allir eigi góðan morgundag og svo vona ég líka að næsti pistill verði ögn meira á jákvæðu nótunum.

Lifið heil.

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

4 Responses to Nöldurskjóðan ég

  1. Svanfríður says:

    Ég ætla að kommenta á greinina fyrir neðan hér sem og nýju greinina. Ég er þér svo guðslifandi sammála með ölvunarakstur og dómgreind. Ölvun og akstur eiga, að mínu mati, ALDREI saman.
    Hér í USA setjast flest allir undir stýri eftir að hafa drukkið 1-3 bjóra. Ég held að leyfilegt vínanda í blóði sé hærra hér en heima en þrátt fyrir það er ég alfarið á móti þessu. Minn maður átti það til að setjast undir stýri, rétt eins og svo margir aðrir, að fá sér einn tvo og keyra. Hann sem betur fer er hættur því enda tekur það sig ekki. Of mikil slæmska getur unnist af ölvun við akstri. Mér finnst það eins bjánalegt og að keyra bíl án bílbelta eða keyra mótorhjól án hjálms. En bara svo að þú vitir mína skoðun þá finnst mér þú barasta ENGIN nöldurskjóða. Þú talar bara beint frá hjartanu og það þykir mér vænt um.

  2. afi says:

    Evró
    Þetta er að verða algjör skrípaleikur allt saman. Ísland var langt frá því að vera eina landið sem ekki valdi sitt besta framlag. Þetta sögðu sjálfskipaðir sérfræðingar norðurlandanna í Evróvísmálum. Eins og þú segir skipta lögin engu máli lengur. Ef þau hafa þá einhverntímann gert það. Góða skemmtun samt.

  3. Linda says:

    Já, það er með þetta „Euróvisjon“.. Það hefur svo margt breyst frá því að ég man eftir mér sem barn, og til hins verra að mér finnst..
    Held að það sé rétt að það eru ekki lengur lögin sem skipta máli, heldur er þetta komið út í eitthvað allt annað..

    Ekki afsaka um hvað þú skrifar Ragna mín, það er svo gaman að kíkja í heimsókn.. það er alltaf eins og maður sé hinu megin við eldhúsborðið að spjalla við þig..

  4. Ragna says:

    Við eldhúsborðið.
    Ja, mikið væri nú gaman að hafa ykkur við eldhúsborðið. Sá dagur rennur vonandi upp einhverntíman að hægt verði að ná nokkrum bloggvinum saman í kaffisopa. Einn og einn er líka velkominn, bara svo að það sé á hreinu.

Skildu eftir svar