Danmerkurferðin.

Eftir ótrúlega langt ferðalag til Danmerkur og bið á flugvöllum þá komum við Haukur, sem sótti mig út á flugvöll í Sönderborg,  í draumagistinguna hjá henni Vitu í Kernebo um klukkan hálf eitt um nóttina. Þá var ég búin að vera á ferðinni frá klukkan hálf níu um morguninn þegar ég fór frá Selfossi og var orðin ansi lúin.
Það var gott að koma á gististaðinn því Þessi heimagisting er alveg sér kapituli og ekki hægt að gista á fallegri stað svo auðvitað tók ég myndir og fékk leyfi til að taka inni líka og þær eru allar hér

Ég bara verð að setja eina útsýnismynd frá húsinu hérna

kerne1.jpg

Daginn eftir að ég kom út, en Haukur var þá búinn að vera í viku, þá var æfing í kirkjunni. Við hinkruðum aðeins fyrir utan kirkjuna eftir að presturinn kæmi.  Það var engin umferð þarna við þessa fallegu kirkju en allt í einu birtist svartur sportbíll með blæjuna niðri. Bíllinn stoppaði þarna og ökumaðurinn geystist út, klæddur stuttbuxum og reykjandi pípustert. „Þetta er presturinn sögðu þau Eiki og Hulla og hann er sko æðislegur“. Mikið vildi ég að ég hefði náð af honum mynd þar sem hann brunaði að kirkjunni. En ég smellti af honum mynd á æfingunni og laumaðist til að taka mynd af pípunni þar sem hann hafði lagt hana frá sér í kirkjunni.

pre1jpg.jpg       pre2.jpg

Þann 21. júlí var svo sjálft brúðkaupið og trúi því hver sem vill, það var sól á Jótlandi þennan dag og yndislegt veður þrátt fyrir þetta mikla rigningarsumar í Danmörku.

Ég tók því svo bókstaflega þegar presturinn sagði á æfingunni að ekki mætti taka myndir í kirkjunni, að ég hélt að mér höndum, en smellti þó einni þegar Haukur leiddi dóttur sína inn kirkjugólfið.

bruddk2.jpg

Ég ætla ekki að missa mig í að setja myndir hérna inn á síðuna en allar myndirnar eru hér
Ég lét bara allar myndirnar inn því þegar ég ætlaði að fara að grisja og setja bara eina frá þessu og eina frá hinu þá tímdi ég ekki að taka neitt út. Ég á eftir að skrifa við myndirnar en það verður aðeins að bíða.
Þið getið skoðað þetta sem Slideshow og stillt tímann sem þið viljið láta myndirnar vera á skjánum og einnig stærðina á þeim.  Gangi ykkur vel.

Að lokum: Brúðkaupið var yndislega fallegt og rosalega skemmtileg veislan á eftir – engin lognmolla yfir neinu svo mikið er víst.

Ég get ekki lokað þessari færslu án þess að minnast á kraftaverk Lindu systur Eika, mömmu hans,  móðursystur og ömmu sem sáu um veisluna frá A – Ö. Skreytingar, alla matargerð og bara allt sem þessu viðkom.  Sérstaklega vil ég nefna kraftaverkakonuna Lindu sem vann þrekvirki við að útbúa allar fallegu skreytingarnar bæði úti og inni.

Nú er best að halda áfram að reyna að koma inn videotökunum sem Haukur tók. Við vorum að fá forrit til að koma skikki á það en það tekur líklega smá tíma að læra á þetta og kunna að gera eitthvað vitrænt úr því.

This entry was posted in Ýmislegt. Bookmark the permalink.

One Response to Danmerkurferðin.

  1. Linda says:

    Sæl Ragna mín og takk fyrir síðast.. og takk fyrir að taka það að þér að fylgja Soffíu minni til Íslands, það var mér mjög mikils virði:)
    Einnig vil ég þakka þér fyrir þessi fallegu orð í minn garð 🙂
    Kær kveðja Linda

Skildu eftir svar