Alveg stór undarlegt.

Í einum af göngutúrunum okkar fyrstu dagana rákumst við á þennan dularfulla gerning úti í Los Cristianos. Við fylgdumst með þessu í a.m.k. svona 20 mínútur til þess að sjá hvernig þeir færu úr þessari stöðu og  það var ótrúlegt að fylgjast með þessu. Sá sem haldið er á er bara í lausu lofti nema  hann heldur létt um stafinn sem sá fyrir neðan heldur uppi með annarri hendinni.  Þeir hreyfðu hvorki legg né lið og hreyfðu ekki einu sinni augun svo mikil var einbeitingin.   Loks kom maðurinn sem situr á hækjum sínum þarna vinstra megin við þá , en hann hafði fylgst náið með þei. Hann skellti yfir þá svörtum poka og eftir örstutta stund hoppuðu þeir  síðan út úr klæðinu og voru þá komnir úr búningunum.  Maður sá alveg hringinn í kringum þá og það voru engir þræðir eða neitt slíkt sem voru að halda þeim efri uppi.  Ég má til með að birta nokkrar myndir af þessu.

 

 

 

 


Comments

3 responses to “Alveg stór undarlegt.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *