Author: Ragna

  • Ingunn með burtfarartónleika.

    Hún Ingunn Loftsdóttir var að útskrifast frá Tónlistarskóla Kópavogs í gær, en þar hefur hún stundað nám í flautuleik síðan hún var 10 ára. Hún hélt glæsilega burtfarartónleika í Salnum í gærkvöldi og það var einstök ánægja að vera þar viðstödd og fagna síðan með fjölskyldu og vinum í Fagrahjallanum á eftir. Ég þakka fyrir…

  • Sigurrós Gæsuð- !!!

    Jæja, þá er ég í fyrsta skipti á ævinni búin að upplifa það að fara í gæsapartý. Reyndar var nú mesta húllumhæið búið þegar við Guðbjörg mættum í matinn á Italíu í kvöld, en það var óskaplega gaman að fá að koma og hitta aftur vinkonurnar hennar Sigurrósar. Tvær þeirra síðan í barnaskóla, þær Stefu…

  • Hún á afmæli hún Tóta

    Í dag, 26. maí á hún Tóta mín 90 ára afmæli. Hún Tóta heitir Þórunn Sigurðardóttir og hún hefur þekkt mig frá því ég fæddist. Við bjuggum sitt hvoru megin við götuna í Kleppsholtinu þegar ég var lítil og líka þegar ég var orðin stór og flutti aftur á Kambsveginn. Hún og mamma voru góðar…

  • Fallegt í Sælukoti.

    Ég bara varð að stelast til að taka þessa mynd úr albúminu hans Magnúsar og sýna ykkur hvað það er fallegt útsýnið úr Sælukoti. Fyrirgefðu Magnús minn hvað tengdó er óprúttin.

  • Ferð til borgarinnar við sundin blá.

    Ég var í bænum í allan gærdag. Fór um morguninn og byrjaði á því að hitta Birgit og Ingunni Ragnars hjá Ingunni og sat þar í góðu yfirlæti fram yfir hádegi þá fór ég í smá útréttingarúnt hingað og þangað um bæinn. Síðan hitti ég Sigurrós fyrir utan Hlíðaskóla klukkan hálf þrjú. Ég átti von…

  • Amma og næturgestirnir!

    Á föstudagskvöldið fékk ég næturgesti. Mér fannst svo tilvalið að Oddur og Karlotta gistu hjá ömmu af því morguninn eftir ætluðum við í bæinn saman. Við horfðum á fjölskyldumyndina á RÚV og síðan fóru þau í rúmið og kíktu aðeins á gömlu Andrésblöðin (sum frá 1964) og áður en ég vissi af voru þau sofnuð.…

  • Saumaklúbbur og Eurovision að baki.

    Jæja, þá þurfum við ekki lengur að velta vöngum yfir því í hvaða húsakynnum við getum haldið Eurovision á næsta ári. Hvort Egilshöll myndi duga eða hvort við þyrftum hreinlega að byggja nýtt Eurovisionhús. Spurning okkar var reyndar ekki hvort? heldur hvar við hefðum keppnina. Við vorum nefnilega enn einu sinni svo sigurviss, með allra…

  • Hvítasunnuhelgin liðin.

    Þá er nú Hvítasunnuhelgin liðin. Þetta hefur verið alveg yndælis helgi. Á föstudaginn hringdi til mín kona og kynnti sig "þetta er Sigga á hælinu, ertu heima í dag ef ég kem í heimsókn?". Ég vissi strax hver konan var því ég var búin að heimsækja hana fyrir nokkru út á NLFÍ í Hveragerði þegar…

  • Frábært framtak.

    Mér var boðið á danssýningu í íþróttahúsinu í Vallaskóla í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ég er viðstödd svona sýningu en allir nemendur skólans sýna hvað þau hafa lært í danstímum í vetur. Áhuginn leyndi sér svo sannarlega ekki og gaman að sjá að strákarnir voru ekkert síður áhugasamir en stelpurnar. Greinilega breyting…

  • Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Haukur, …

    Það eru ekki margir dagar á milli maí- afmælisbarnanna. Nú er það hann Haukur minn sem fær afmæliskveðju dagsins. Hann fær nú ekki tertuna fyrr en um helgi. Það er nefnilega svona þegar verið er að skipta sér á vöktum á milli tveggja kvenna. Núna er það sem sé Ál-frúin sem hefur hann hjá sér…