Author: Ragna

  • Enn eitt maí afmælisbarnið.

    Afmælisbarn dagsins er fjórða afmælisbarnið úr fjölskyldu Eddu systur minnar í þessum mánuði. Nú er það systursonur minn Sigurmundur Páll (Simmi) sem fær mínar allra bestu afmælisóskir í tilefni dagsins. Hér sjáum við Simma með henni Sigrúnu sinni.

  • Dansiball – eða ???

    Áður en lengra er haldið þá óska ég afmælisbarni dagsins Jóni Inga Sigurmundssyni mági mínum til hamingju með daginn. Þið getið smellt á nafið hans og skoðað eitthvað af málverkunum hans. Það má líka stækka myndina af honum með því að smella á hana, til að sjá betur hvað hann er að mála. Þetta var…

  • Íslenskt mál, ungdómurinn og foreldrarnir.

    Hvað verður um ástkæra ylhýra málið okkar í framtíðinni og hvað verður um blessaða unglingana okkar?Hver ber ábyrgðina á því hvert stefnir? Ég datt niður á heimasíðu ungrar íslenskrar snótar sem er nokkuð dugleg að færa dagbók á netinu en ég verð að játa að mér brá þegar ég sá hvernig hún fer með íslenskuna.…

  • Afmælisbörn dagsins.

    Aðal afmæliskveðju dagsins fær Edda systir mín sem á afmæli 4. maí, Hér sést hún með Vilborgu dóttur sinni TIL HAMINGJU EDDA MÍN! Oddur heitinn hefði líka átt afmæli í dag 4. maí og við minnumst hans með þakklæti fyrir alla afmælisdagana sem við fengum að halda uppá saman. Hér er gömul mynd af fjölskyldunni,…

  • Sveiflukennt.

    Síðasta fyrirsögn hjá mér var, að sumarið væri komið eins og óð fluga. En, það er nú með þessar blessuðu óðu flugur að þær koma og fara eins og þeim sýnist og svo reyndist líka um sumarið, en allt skilar þetta sér nú aftur. Á sunnudaginn þegar við vorum að koma heim eftir skemmtilega og…

  • Sumarið geysist í garð eins og óð fluga:)

    Þá er nú þessi vika á enda. Ég er meira og minna búin að vera eins og jójó á milli Selfoss og höfuðborgarinnar. Það er svona þegar þessir sérfræðingar ná í skottið á manni þá þarf endalaust að spegla mann og sneiðmyna í bak og fyrir og auðvitað er ekki hægt að gera allt sama…

  • Mikið að gera

    Það er mikið hjá mér að gera í þessari viku svo næsta blogg kemur líklega ekki fyrr en um eða eftir helgi. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í dag þegar við Haukur fórum með Karlottu og Odd í Sælukot. Hér er afi að benda á farfuglana sem voru að koma sér fyrir á…

  • Skólahátíð og óskipulögð uppákoma.

    Mikil forréttindi eru það nú að fá svona mörg tækifæri til þess að fá að taka þátt í því sem barnabörnin eru að gera. Í gær var vorhátíð, sem Karlotta bauð ömmu að koma á í skólanum sínum, Sunnulækjarskóla. Það var gaman að vera við dagskrána, sem börnin sáu um sjálf og að sjá ýmis…

  • GLEÐILEGT SUMAR

    Nú er bara að bíða þolinmóð eftir þessum fallegu sumardögum sem við vitum að við eigum í vændum.

  • AFMÆLI -LEIKHÚSFERÐ.

    Þá er nú helgin liðin með pompi og prakt. Það var í nógu að snúast þó veðrið væri vont og kaupið lágt. Við fórum í barnaafmæli því Leonóra afastelpan hans Hauks varð fjögurra ára og svo fórum við á sunnudagskvöldið í Borgarleikhúsið og sáum Hýbýli vindanna. Þetta er mjög drungalegt verk, enda svo sem ekki…