Author: Ragna

  • Komin heim aftur.

    Það er búið að vera heilmikið að gera hjá mér síðustu tvo daga. Ég fór í bæinn á þriðjudag og leit fyrst inn hjá Lofti, síðan hitti ég Eddu mína Garðars í Kringlunni í hádeginu. Við fórum inn á notalegt kaffihús, Café Roma sem er á móti Eymundsson og fengum okkur súpu og brauð. Auðvitað…

  • Karlottu-ömmudgur í dag.

    Ég sótti Karlottu í skólann í dag og við skemmtum okkur konunglega við að horfa á kennsluspólu með línudansi og hlógum mikið að sjálfum okkur þegar við ætluðum með tilþrifum að sýna að við værum nú orðnar svo klárar að geta dansað með, en það reyndist sem sagt ekki eins auðvelt og hjá fólkinu á…

  • Gunguskapur og afmælisveisla.

    Ég vil byrja á því að óska Magnúsi Má til hamingju með afmælið í dag og þakka honum fyrir afmæliskaffið og allt fíneríið. Ég átti nú að vera í tveimur veislum, annarri um hádegið í Reykjavík og síðan hjá MMM síðdegis. Já ég átti að vera í saumaklúbb um hádegið, en gunguskapurinn var svo mikill…

  • Aftur vetrarmyndir

    Eins og þessi mynd sýnir þá brá okkur heldur betur í brún í fyrradag þegar við litum út, þ.e.a.s.við gátum ekki litið út því það var svo mikill samanþjappaður snjór á gluggunum fyrst um morguninn. En daginn áður sat ég hinsvegar í lengri tíma í glampandi sól hérna úti á pallinum í svona sumarfíling. En…

  • Barnabarnahelgi.

    Góð helgi að baki. Homopata-trompið er enn að virka. Það má segja að ég geti allt nema syngja. Það var alla vega álit Karlottu í dag þegar við vorum að hlusta á frábæra diskinn með Vagnsbörnum frá Bolungarvík og amma tók sig til og fór að taka lagið með, þá kom þetta: "Amma, röddin þín…

  • Gott að eiga TROMP.

    Ég hef aldrei verið talin mikil spilamanneskja, en eitt veit ég þó að TROMP koma að góðum notum þegar maður fær þau á hendina. Það hefur sem sé komið í ljós að TROMPIÐ mitt kom að góðum notum. Strax í gærkveldi, þegar ég var búin að taka homopatalyfið 3svar sinnum þá fannst mér strax að…

  • Aukakílóin og síðasta TROMPIÐ.

    Þá eru nú páskarnir liðnir og ekkert annað að gera en að reyna að vinna sig út úr afleiðingunum. Já, það var ekki nóg með að ég bakaði sjálf fyrir páskana, heldur var líka afmæli og fínerí hjá Guðbjörgu og svo er það jú óhófið í matnum sjálfum. Allt kemur þetta niður á vigtinni svo…

  • Páskakveðja.

    Það er bara eitt kæru vinir mínir, sem ég vil segja í dag. GLEÐILEGA PÁSKA.

  • Galdralæknir óskast!

    Þá eru ferðalangarnir komnir heim úr norðurferðinni. Alltaf jafn gott þegar allir koma heilir heim. Guðbjörg sótti mig eftir hádegið í dag og við fórum saman í Bónus að versla. Svo var mér boðið í mat í Grundartjörnina í kvöld og fékk þennan líka fína kjúklingarétt og kaffið sem MMM lagaði á eftir var sko…

  • Nýjustu kökuuppskriftirnar.

    Þar sem ég hef verið ein í kotinu síðustu daga þá ákvað ég nú að reyna að vera svolítið myndarleg og baka eitthvað til páskanna. Ég átti nokkrar uppskriftir sem ég hef ekki prufað áður og fannst tilvalið að nota tækifærið og baka þær. Ég byrjaði á því að baka Biscotti sem er bara alveg…