Author: Ragna

  • Guðbjörg og Karlotta bæta við sig ári.

    Þá er helgin liðin í mestu rólegheitum. Ég skrapp reyndar í bæinn í saumaklúbb á laugardaginn. Það er munur að fara á milli núna þegar allt er autt og frostlaust. Helgin fór svo að öðru leyti í að borða góðan mat og láta sér líða vel, skrifa nokkur bréf og leita að saumavél fyrir bútasauminn…

  • Máttarvöldin hjálpleg.

    Máttarvöldin spiluðu stóran þátt í lífi mínu í dag. Ég þurfti að fara í bæinn til þess að hitta blessaðan hálslækninn. Eftir nákvæma skoðun þá sagði hann mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að vera með krabba eða æxli. – Ég horfði nú bara á hann og sagðist hafa verið svo…

  • Nafnabreyting.

    Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að ef maður færir dagbók þá eigi maður að gera það reglulega. Ég ætla því að hætta að vera að hótast eitthvað hérna við dagbókina mína um að skrifa ekki í dagbókina úr Þöglabæ fyrr en ég hafi góðar fréttir af heilsufarinu. Ég er sem sé ennþá nær…

  • MYNDAALBÚMIÐ KOMIÐ Í GAGNIÐÐ AFTUR.

    Þá er myndaalbúmið komið í gagnið aftur. Jói hefur skýringar á brotthvarfi þess undanfarið.

  • Verðstríðið.

    Þar sem ég hef hugsað mér að koma ekki með persónulegar fréttir úr Þöglabæ fyrr en ég hef góðar fréttir, þá verða engar slíkar í þetta sinn. En, það er jú nýr dagur á morgun og hver veit hvað hann ber í skauti sínu – vonandi eitthvað gott. ——————– Ég ætla hinsvegar aðeins að leggja…

  • Framhaldssaga úr Þegjandabæ

    Já, enn þegir konan í Þegjandabæ. Fyrst var hún þegjandi hás en nú er hún alveg þögnuð. Ætli forsjóninni hafi fundist hún eitthvað hafa misnotað röddina sína og talað of mikið í gegnum tíðina? Kannski gripið til þessa ráðs til að þagga svolítið niður í henni. Það skyldi þó ekki vera. Það er búið að…

  • Leitað ráða!

    Lumar einhver á góðu ráði, eða hefur heyrt um eitthvað krassandi til að ná úr sér þegjandi hæsi og kvefi með þurrum hósta sem engu hóstar upp??? Það þarf ekki að benda mér á Citromax, Prednisolon og Amoxillin því læknirinn er búinn að dæla því eitri öllu í mig og sumt af því er ég…

  • Fullt hús af fólki- það er fínt.

    Dagurinn í gær var mjög skemmtilegur hjá mér. Ég var búin að lofa að hafa Sólrúnu Maríu og Sigþór á meðan Selma færi í sjúkraþjálfun(smellið á nöfnin til að sjá myndinrnar af þeim). Sólrún er nýjasta frænkan mín. Ég var að bíða eftir þeim þegar dyrabjallan hringdi og Jens, tengdapabbi Sigurrósar stóð fyrir utan. Það…

  • Miðlunardgur.

    Mikið er nú gott að komast inn í rútínuna aftur. Ég fór til sjúkraþjálfarans míns í morgun en hann er líka búinn að liggja í flensu og fékk hastarlega lungnabólgu upp úr öllu saman. Ég sótti svo Karlottu í dansinn í skólanum og við fórum saman á bókasafnið, náðum okkur í bækur og skoðuðum sýningu…

  • Myndirnar mínar.

    Ég er ekki búin að loka á ykkur hvað myndirnar mínar varðar. Þær eru, af óviðráðanlegum ástæðum lokaðar mér líka um þessar mundir. En bráðum kemur betri tíð með blómum í haga og myndum á heimasíðu:)